[Gandur] Fræðslufundur Minja og sögu

frettatilkynning at thjodminjasafn.is frettatilkynning at thjodminjasafn.is
Wed Mar 24 16:12:47 GMT 2010


Fræðslufundur Minja og sögu
Saga Íslands – einkum tímabilið 1874-1918
Fyrirlesari Sigurður Líndal
Næsti fræðslufundur Minja og sögu verður haldinn í Þjóðminjasafni Íslands, 
fimmtudaginn 25. mars n.k. og hefst kl. 17:15.
Að þessu sinni ræðir Sigurður Líndal, annar ritstjóri Sögu Íslands, um 10. 
bindi verksins sem kom út í desember 2009. Það fjallar um atvinnubyltingu 
og ríkismyndun 1874-1918, raunsæi og nýrómantík í bókmenntum 1882-1918 og 
hægfara þróun til nútímalistar á 19. öld.
Að loknum fyrirlestri mun Sigurður svara fyrirspurnum. 
Félagsmenn eru hvattir til að mæta og taka með sér gesti.  Aðgangur er 
ókeypis og allir velkomnir. 
Vinafélag Þjóðminjasafnsins Minjar og saga hefur starfað frá árinu 1988. 
Markmið þess er að styrkja starfsemi Þjóðminjasafnsins á ýmsan hátt og 
vekja skilning á mikilvægi þess að vel sé búið að helsta menningarsögulega 
safni þjóðarinnar.

-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20100324/a4fd86a7/attachment.html 


More information about the Gandur mailing list