[Gandur] Sjónabókin fyrr og nú

frettatilkynning at thjodminjasafn.is frettatilkynning at thjodminjasafn.is
Fri Mar 26 14:00:40 GMT 2010


Sjónabókin fyrr og nú

Þriðjudaginn 6. apríl  2010 mun Soffía Margrét Magnúsdóttir kynna Íslensku 
sjónabókinaog reynslu sína af að nýta gömul íslensk munstur á nýjan hátt í 
textíllist. 
Fyrirlesturinn er hluti af hádegisfyrirlestraröð Þjóðminjasafns Íslands, 
en í vor verður fjallað um íslenska hannyrðahefð í fortíð og nútíð. 
Fyrirlesturinn hefst kl. 12:05. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. 



Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, útvefnaði og 
til ýmissa hannyrða áður fyrr. Í fyrra kom út Íslensk sjónabóksem 
inniheldur safn tíu íslenskra sjónabóka frá 18. og 19. öld, sem eru þær 
einu sem vitað er að varðveist hafa. Sjónabókinni er ætlað að vera brunnur 
hugmynda að nýsköpum með sterkri tilvísun í sérstakan íslenskan 
menningararf. 
Hugmyndina að Sjónabókinni má reka til haustsins 2007, en þá var haldið 
norrænt heimilisiðnaðarþing á Íslandi á vegum Heimilisiðnaðarfélags 
Íslands. Þar var sjónum beint að heimilisiðnaði á Norðurlöndum með áherslu 
á sérkenni hvers lands. Hugað var að því hvernig menningararfur hverrar 
þjóðar gæti veitt listamönnum og hönnuðum innblástur.  Hin íslensku 
sjónabókarhandrit í Þjóðminjasafni Íslands vöktu athygli í þessu samhengi. 
 
Þá kom fram sú hugmynd að gefa út handbók með sjónabókunum í samstarfi 
Heimilisiðnaðarfélags Íslands, hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla 
Íslands og Þjóðminjasafns Íslands, sem leiddi til þess að gerður var 
þríhliða samningur þessara aðila um útgáfu handbókarinnar. Voru munstrin 
teiknuð upp á rafrænu formi og birt saman í einni bók. 

Með bestu kveðju, 
Helga Vollertsen 
Kynningarstjóri 
Þjóðminjasafni Íslands 
v/Suðurgötu 
101 Reykjavík 
s. 5302222/gsm 8242039
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20100326/f2827177/attachment.html 
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: not available
Type: image/gif
Size: 10262 bytes
Desc: not available
Url : http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20100326/f2827177/attachment.gif 


More information about the Gandur mailing list