[Gandur] Höfundahádegi 22. febrúar í Norræna húsinu

Vilborg Davíðsdóttir vilborg at snerpa.is
Tue Feb 16 10:25:08 GMT 2010


  [Forsíða] <http://www.nordice.is/>


  Höfundahádegi  22. febrúar 2010 kl. 12:00

Vilborg Davíðsdóttir og Jórunn Sigurðardóttir spjalla um tilurð nýjustu 
bókar Vilborgar um landnámskonuna Auði djúpúðgu. Vilborg sýnir slæður 
frá sögusviði bókarinnar á Bretlandseyjum og myndir tengdar 
heimildavinnunni.

Hér er um að ræða sögulega skáldsögu sem segir frá viðburðarríkri ævi 
Auðar djúpúðgu Ketilsdóttur í Suðureyjum, á eynni Mön og skipavirki 
víkinga í Dyflinni á Írlandi. Lítið er til af heimildum um líf Auðar og 
því verður Vilborg að skálda í eyðurnar. Líkt og  með fyrri sögulegar 
skáldsögur Vilborgar liggur geysimikil rannsóknarvinna að baki þessari.

-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20100216/0a7f2591/attachment-0001.html 
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: topbanner.jpg
Type: image/jpeg
Size: 78335 bytes
Desc: not available
Url : http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20100216/0a7f2591/attachment-0001.jpg 


More information about the Gandur mailing list