[Gandur] Leiðsögn um sýninguna Ævispor - síðasta sýningarhelgi

frettatilkynning at thjodminjasafn.is frettatilkynning at thjodminjasafn.is
Wed Apr 21 13:07:36 GMT 2010


Leiðsögn um sýninguna 
Ævispor 
Útsaumsverk Guðrúnar Guðmundsdóttur

Í hönd fer síðasta sýningarhelgi sýningarinnar Ævispor. Af því tilefni mun 
Guðrún Guðmundsdóttir veita leiðsögn um sýninguna sunnudaginn  25. apríl 
n.k. Leiðsögnin hefst kl. 13:00. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. 


Á sýningunni Ævispor má sjá útsaumsverk Guðrúnar sem hún hefur unnið með 
gömul handrit og forn útsaumuð klæði að fyrirmynd. Verk Guðrúnar eru 
tilkomumikil og hafa sterka skírskotun í listrænan arf og þjóðlegar hefðir 
Íslendinga. Þau eru dæmi um hvernig íslenskar konur í nútímanum nýta sér 
menningararfinn og sýna vel hvernig hefð og nýsköpun fara saman. Sýningin 
er liður í þeirri stefnu safnsins að endurspegla samtímann og tengsl hans 
við gamlar hefðir.
Með bestu kveðju, 
Helga Vollertsen 
Kynningarstjóri 
Þjóðminjasafni Íslands 
v/Suðurgötu 
101 Reykjavík 
s. 5302222/gsm 8242039
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20100421/b2954bb7/attachment-0001.html 
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: not available
Type: image/gif
Size: 37159 bytes
Desc: not available
Url : http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20100421/b2954bb7/attachment-0001.gif 


More information about the Gandur mailing list