[Gandur] Verkefnisstjóri á Vopnafirði - menningar- og fræðasetur

Valdimar Tryggvi Hafstein vth at hi.is
Wed Apr 7 15:11:36 GMT 2010


--------------------------- Upprunalegt Skeyti ---------------------------
Titill:     verkefnisstjóri á Vopnafirði
Frá:        "Skrifstofa RA" <ra at akademia.is>
Dagsetning: mið, apríl 7, 2010 12:34 pm
Til:        "forum" <forum at akademia.is>
            demonar at akademia.is
--------------------------------------------------------------------------

*Kaupvangur, menningar- og fræðasetur Vopnfirðinga auglýsir eftir
verkefnisstjóra*

Um er að ræða verkefnastjórn í rannsókna- og þróunarverkefni tengdu
vesturförum og heiðarbýlum í kringum Vopnafjörð.  Samstarfsaðilar í
verkefninu eru Þekkingarnet Austurlands, ReykjavíkurAkademían,
Héraðsskjalasafn Austfirðinga, Vopnafjarðarhreppur, stofnanir og
félagasamtök á Vopnafirði.

Leitað er eftir sérfræðingi á sviði sagnfræði, landfræði, mannfræði,
þjóðfræði eða af öðrum þeim fræðasviðum sem nýst geta verkefninu. Viðkomandi
þarf að hafa til að bera frumkvæði, sjálfstæði og samskiptahæfni í ríkum
mæli. Tækifæri fyrir frumkvöðla.

*Helstu verkþættir eru:*

   - Verkefnastjórn og mótun rannsókna.
   - Samstarf og ráðgjöf við grasrót um meðferð og skráningu heimilda
   - Að skipuleggja skráningu upplýsinga og söfnun munnlegra heimilda, gagna
   og þekkingar á svæðinu.
   - Ritun og miðlun þekkingar sem er til og mun skapast í verkefninu
   - Önnur tilfallandi verkefni

*Um er að  ræða fullt starf í 3 mánuði, til að byrja með en með möguleika á
framtíðarráðningu. *

Umsóknarfrestur rennur út 30. apríl 2010
Umsóknir sendist til Þórunnar Egilsdóttur á netfangið
*thorunn at tna.is*<thorunn at tna.is>eða Kaupvangur, 690 Vopnafjörður.
Upplýsingar veitir Þórunn í síma 473 1569.
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20100407/ef164037/attachment.html 


More information about the Gandur mailing list