[Gandur] Fwd: [Fwd: Tiltektarhöndin]

Óli Gneisti Sóleyjarson oligneisti at gmail.com
Wed Apr 7 09:38:30 GMT 2010


Tiltektarhöndin í vetrarlok Íslenska vitafélagið kveður vetur og
fagnar sumri með aðalfundi, málþingi og samverustund frá 12-17
laugardaginn 10. apríl

Aðalfundur hefst klukkan 12:00

Klukkan 13:00  Bryggjur, tiltekt og íslenskir trébátar fyrr og nú.
Tiltektarhöndin. Þegar vorsólin hellir geislum sínum yfir land og þjóð
rennur tiltektaræði á  marga landsmenn þegar þeir sjá illahirt
menningarverðmæti gægjast undan fannferginu. Í stað þess að hlú að
þeim og nýta til nýsköpunar og atvinnuuppbyggingar hendir hugsunarlaus
tiltektarhöndin þeim á hauga eyðingar eins og hverju öðru rusli. Í
erindi sínu fjallar Valdimar Harðarson, landslagsarkitekt um
hugsunarlausu tiltektarhöndina.
Siglir mitt fley –  Samstarf Nordnorsk fartøyvernsenter og båtmuseum
og Síldarminjasafns Íslands fæddi af sér gullfallegan trébát og aflaði
báðum aðilum þekkingar í smíði trébáta og bátaverndar. Örlygur
Kristfinnsson, forstöðumaður Síldarminjasafnsins segir frá þessu
samstarfsverkefni
þjóðanna.
Kl. 14:00 Kaffihlé
Smíði, áhöld og varðveisla trébáta.   Jón Ragnar Daðason, bátasmiður
ræðir um smíði trébáta á Íslandi og áhöld til bátasmíði og röltir með
gestum í næsta hús þar sem hann hlúir að gömlum bátum.
Staður og stund: Víkin – Sjóminjasafn / Grandagarði 8 / 101 Reykjavík.
Laugardaginn 10. apríl
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20100407/cacc7895/attachment-0001.html 
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name:  a?alfundur0410.doc
Type: application/msword
Size: 28160 bytes
Desc: not available
Url : http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20100407/cacc7895/attachment-0001.doc 


More information about the Gandur mailing list