[Gandur] Hvað er með álfum? Rýnt í elstu heimildir um álfatrú

Félag Þjóðfræðinga á Íslandi thjodfraedingar at gmail.com
Sun Sep 13 23:53:32 GMT 2009


Dr. Alaric Hall flytur erindið *The Earliest History of Elve**s* þar sem
hann fjallar um elstu heimildir sem til eru um álfatrú hjá germönskum og
norrænum þjóðum. *Hefst klukkan 17:15 fimmtudaginn 17. september í stofu 101
í Odda.* Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku. Aðgangur er ókeypis og öllum
heimill.

Dr. Alaric Hall mun skoða bæði enskar og norrænar heimildir sem tengjast
álfatrú til forna. Í fyrirlestrinum mun hann fjalla um birtingarmyndir
álfanna í heiðinni trú og fara yfir hvaða áhrif kristnitakan hafði á viðhorf
til álfanna. Einnig mun hann útskýra hvað rannsóknir á álfatrú geta sagt
okkur almennt um forn samfélög og horfna menningarheima. Alaric mun svo tæpa
á því hvaða aðferðafræði skuli beita þegar ritaðar heimildir eru notaðar til
að varpa ljósi á forn trúarviðhorf og samskipti ólíkra samfélagshópa.
Fyrirlesturinn byggir á bók hans frá árinu 2007,* Elves in Anglo-Saxon
England*. Erindið er á vegum Félags þjóðfræðinga á Íslandi í samstarfi við
Háskóla Íslands.

Alaric Hall kennir miðaldafræði við Háskólann í Leeds. Rannsóknarsvið hans
liggja í flestu sem tengist Bretlandi og Skandinavíu á tímabilinu 500 –
1650. Nánar er hægt að lesa um Alaric og rannsóknir hans á vefsíðunni
http://www.alarichall.org.uk/

-- 
___________________
Félag þjóðfræðinga á Íslandi
www.akademia.is/thjodfraedingar
thjodfraedingar at gmail.com
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20090913/714af4ea/attachment.html 


More information about the Gandur mailing list