[Gandur] „Maður er bara ekki Íslendingur ef maður fallbeygir ekki rétt“ - Rannsóknarkvöld Félags íslenskra fræða fimmtudaginn 22. október kl. 20

Eydis Bjornsdottir eydisb at gmail.com
Tue Oct 20 16:06:40 GMT 2009


 mætti ég biðja ykkur að gera okkur í Félagi íslenskra fræða þann greiða að
áframsenda meðfylgjandi tilkynningu á félagsmenn ykkar?

Með fyrirfram þökk og góðri  kveðju,
Yelena Sesselja


Góðir hálsar,

annað rannsóknarkvöld Félags íslenskra fræða á haustmisseri 2009 verður
haldið *næstkomandi fimmtudag, 22. október, kl. 20 í húsi Sögufélagsins,
Fischersundi 3*. Þar flytur *Finnur Friðriksson*, lektor við Háskólann á
Akureyri, erindið *„Maður er bara ekki Íslendingur ef maður fallbeygir ekki
rétt“. Breytingar á íslensku nútímamáli og viðhorf málnotenda til þeirra*.

Í erindinu verður fjallað um nýlega rannsókn á ýmsum breytingum, svo sem
þágufallshneigð og nýrri þolmynd, sem fólk telur sig hafa orðið vart við í
íslensku nútímamáli. Í rannsókninni var aðallega stuðst við upptökur á
hversdagslegu talmáli 108 þátttakenda á 9 mismunandi stöðum á landinu.
Einnig voru tekin viðtöl við alla þátttakendur til að grafast fyrir um
viðhorf þeirra til þeirra málbreytinga sem rannsóknin náði til.
Meginniðurstöður rannsóknarinnar eru þær að breyting-arnar virðast skemur
gengnar en oft er talið og að heilt á litið er fremur lítill munur á milli
þátttakenda eftir búsetu þeirra og öðrum félagslegum bakgrunnsþáttum.
Niðurstöðurnar benda einnig til þess að nokkur fylgni sé milli viðhorfa og
málnotkunar; þ.e. að þeir sem líta málbreytingar neikvæðum augum séu síður
líklegir en aðrir til að nota hin nýju afbrigði. Þá má sjá að þau viðhorf
sem þátttakendur láta í ljós virðast mjög lituð af þjóðerniskennd 19. aldar.

Finnur Friðriksson er með doktorspróf í málvísindum. Hann er brautarstjóri
kennarabrautar Hug- og félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri.
*Allir eru velkomnir.*

Bestu kveðjur,
Sesselja Helgadóttir
formaður Félags íslenskra fræða
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20091020/556621bf/attachment.html 


More information about the Gandur mailing list