[Gandur] Seinni hluta málþingsins Lífróður útvarpað í kvöld

Kristinn H. M. Schram kristinn at akademia.is
Tue Oct 20 16:24:23 GMT 2009


Lífróðri útvarpað í kvöld

Fyrri hluti málþings á vegum Þjóðfræðistofu og Hafnarborgar með
heitinu Lífróður var fluttur á rás 1, þriðjudaginn 13. október 2009,
kl. 20.30, í þættinum Í heyranda hljóði. Málþingið var haldið í
Hafnarborg 5. september 2009. Hlusta má á þáttinn á vef RÚV. Sjá hlekk
á vefsíðu Þjóðfræðistofu:  www.icef.is


Dagskrá:

Ólöf K. Sigurðardóttir, forstöðumaður Hafnarborgar:
Ávarp um hafið og sýninguna Lifróður
Kristinn Schram, forstöðumaður Þjóðfræðistofu:
Lagt úr höfn
Ingibjörg Þórisdóttir, dramatúrg:
"Logn er fyrir lyddur": íslensk leikrit og hafið
Terry Gunnell, þjóðfræðingur:
Innrás hinna utanaðkomandi dauðu: sagnir um sjórekin lík á Íslandi
Sigurjón B. Hafsteinson, mannfræðingur:
Ótti af hafi
Fundarstjóri er Kristinn Schram
Umsjónarmaður :Ævar Kjartansson



Seinni hlutinn verður fluttur í kvöld þriðjudaginn 20. okt. 2009 kl. 20.30.

Dagskrá:

Úlfhildur Dagsdóttir, bókmenntafræðingur (með tónlistarflutningi Svavars Knúts):
"Og nýja í næstu höfn... ": staða og ímynd kvenna í sjómannalögum
Haraldur Jónsson, myndlistarmaður:
Að ganga í sjóinn. Vangaveltur um það sem umkringir okkur
Hlynur Hallsson:
Tungumál, stjórnmál, sjómennska og myndlist
Fundarstjóri: Kristinn Schram
Umsjónarmaður:Ævar Kjartansson


More information about the Gandur mailing list