[Gandur] Foldarskart - ný sýning í Þjóðminjasafni Íslands

frettatilkynning at thjodminjasafn.is frettatilkynning at thjodminjasafn.is
Thu Oct 15 15:03:32 GMT 2009


Foldarskart

Fimmtudagin 15. október verður sýningin Foldarskart opnuð í Þjóðminjasafni 
Íslands. Á sýningunni má sjá ýmis verk Hörpu Jónsdóttur, en hún sigraði 
nýverið í keppninni “Þúsund frábærar húfur”, eða “1000 Fabulous Knit Hats” 
á vegum útgáfufélagsins Rockport Publishers.

Íslensk náttúra hefur veitt Hörpu Jónsdóttur innblástur við gerð verka 
sinna. Fíngerður smágróður, fjörusteinar og birtan við hafið endurspeglast 
í hlutum sem eru fínlegir og grófgerðir í senn.

Verkin á sýningunni eru flest unnin á árunum 2008 – 2009. Þau eru öll úr 
þæfðri íslenskri ull og útsaumuð ýmist með bómull eða hörþræði. 

Harpa  er kennari, rithöfundur og áhugaljósmyndari. Hún hefur fengist við 
hannyrðir og textílvinnu frá barnæsku. Hún hefur sýnt verk sín í 
heimabyggð en þetta er fyrsta sýning hennar í höfuðstaðnum.

Með bestu kveðju,
Helga Vollertsen 
Kynningarstjóri
Þjóðminjasafni Íslands
v/Suðurgötu
101 Reykjavík
s. 5302222/gsm 8242039
helga.vollertsen at thjodminjasafn.is

-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20091015/32affd72/attachment-0001.html 
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: not available
Type: image/gif
Size: 77967 bytes
Desc: not available
Url : http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20091015/32affd72/attachment-0001.gif 


More information about the Gandur mailing list