[Gandur] Þjóðháttasöfnun við Þjóðminjasafn Íslands

frettatilkynning at thjodminjasafn.is frettatilkynning at thjodminjasafn.is
Fri Nov 20 14:25:07 GMT 2009


Þjóðháttasöfnun við Þjóðminjasafn Íslands

Þriðjudaginn 24. nóvember mun Ágúst Ó. Georgsson fagstjóri Þjóðháttasafns 
Þjóðminjasafns Íslands kynna þjóðháttasöfnun í hádegisfyrirlestri í 
fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. Í erindinu verða starfsemi og áherslur 
Þjóðháttasafnsins kynntar og farið yfir helstu þætti í sögu þess. 
Fyrirlesturinn hefst kl. 12:05. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Í um fimmtíu ár hefur Þjóðminjasafn Íslands staðið að söfnun upplýsinga um 
starfshætti og lífsvenjur Íslendinga. Árið 1959 var hafinn undirbúningur 
að skipulegri þjóðháttaskráningu á vegum safnsins og var þá send út 
frumgerð spurningaskrár um slátrun til sjö einstaklinga. Reglubundin 
þjóðháttasöfnun hófst 1960 og hefur hún staðið óslitið í tæplega hálfa 
öld. Þjóðháttadeild, síðar Þjóðháttasafn, var stofnuð við safnið í byrjun 
árs 1964 og var þá skipaður fastur stafsmaður við deildina. Sendar hafa 
verið út 2-3 spurningaskrár á ári en þar að auki hefur verið tekinn fjöldi 
viðtala gegnum tíðina, oft í tengslum við ýmsar spurningaskrár og aðra 
heimildasöfnun. Fyrstu áratugina var mikið horft til gamla 
bændasamfélagsins en upp úr 1980 beindust sjónir að lifnaðarháttum í 
þéttbýli og seinna að söfnun úr samtímanum. Söfnunin hefur tekið til 
hversdagsmenningar Íslendinga, þjóðhátta og þjóðtrúar, allt frá 
matarhefðum og merkisdögum til fiskvinnslu og fjölmiðla. 

Með bestu kveðju,
Helga Vollertsen
Kynningarstjóri
Þjóðminjasafni Íslands
v/Suðurgötu
101 Reykjavík
s. 5302222/gsm 8242039

-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20091120/82afe56c/attachment-0001.html 
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: not available
Type: image/gif
Size: 32064 bytes
Desc: not available
Url : http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20091120/82afe56c/attachment-0001.gif 


More information about the Gandur mailing list