<div align=center>
<br><font size=5 face="sans-serif"><b>Þjóðháttasöfnun við Þjóðminjasafn
Íslands</b></font>
<br></div>
<br><font size=2 face="sans-serif"><b>Þriðjudaginn 24. nóvember mun Ágúst
Ó. Georgsson fagstjóri Þjóðháttasafns Þjóðminjasafns Íslands kynna þjóðháttasöfnun
í hádegisfyrirlestri í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. Í erindinu verða
starfsemi og áherslur Þjóðháttasafnsins kynntar og farið yfir helstu þætti
í sögu þess. Fyrirlesturinn hefst kl. 12:05. Aðgangur er ókeypis og allir
velkomnir.</b></font>
<div align=center>
<p><img src=cid:_1_16FD8D48177AF1C8004F345800257674></div>
<br><font size=2 face="sans-serif">Í um fimmtíu ár hefur Þjóðminjasafn
Íslands staðið að söfnun upplýsinga um starfshætti og lífsvenjur Íslendinga.
Árið 1959 var hafinn undirbúningur að skipulegri þjóðháttaskráningu á vegum
safnsins og var þá send út frumgerð spurningaskrár um slátrun til sjö einstaklinga.
Reglubundin þjóðháttasöfnun hófst 1960 og hefur hún staðið óslitið í tæplega
hálfa öld. Þjóðháttadeild, síðar Þjóðháttasafn, var stofnuð við safnið
í byrjun árs 1964 og var þá skipaður fastur stafsmaður við deildina. Sendar
hafa verið út 2-3 spurningaskrár á ári en þar að auki hefur verið tekinn
fjöldi viðtala gegnum tíðina, oft í tengslum við ýmsar spurningaskrár og
aðra heimildasöfnun. Fyrstu áratugina var mikið horft til gamla bændasamfélagsins
en upp úr 1980 beindust sjónir að lifnaðarháttum í þéttbýli og seinna að
söfnun úr samtímanum. Söfnunin hefur tekið til hversdagsmenningar Íslendinga,
þjóðhátta og þjóðtrúar, allt frá matarhefðum og merkisdögum til fiskvinnslu
og fjölmiðla. </font>
<br>
<br><font size=2 face="sans-serif">Með bestu kveðju,</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">Helga Vollertsen</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">Kynningarstjóri</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">Þjóðminjasafni Íslands</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">v/Suðurgötu</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">101 Reykjavík</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">s. 5302222/gsm 8242039</font>
<br>
<br>