[Gandur] Fyrirlestur um íslenska jólasiði

frettatilkynning at thjodminjasafn.is frettatilkynning at thjodminjasafn.is
Wed Dec 9 16:20:56 GMT 2009


Íslenskir jólasiðir
Laugardaginn 12. desember mun Árni Björnsson flytja erindi með myndum um 
upphaf og þróun íslenskra jólasiða í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns 
Íslands. Fyrirlesturinn hefst kl. 13:00 og er öllum opinn.

Í erindinu mun Árni reyna að útskýra af hverju hátíðir voru haldnar í 
skammdeginu víða um lönd óháð trúarbrögðum. Hann mun fjalla um það hvernig 
vetrarhátíðin í Róm breyttist í sólardýrkunarhátíð og loks í fæðingarhátíð 
Jesú Krists og hvernig hún breiddist á nokkrum öldum norður eftir Evrópu 
þar til hún sameinaðist eldfornri skammdegishátíð á Norðurlöndum sem hét 
því óskiljanlega nafni jól.
Árni mun gera grein fyrir því hvaða íslensku jólasiðir virðast 
sjálfsprottnir, hvenær og hvernig aðrir bárust frá útlöndum og hvernig 
þeir löguðust að land- og samfélagslegum  aðstæðum á Íslandi. Árni mun 
meðal annars ræða um jólamat, jólaskreytingar, jólagjafir, jólaleiki, 
jólasvall og jólavætti. Eins mun Árni reyna að leiðrétta ýmsan misskilning 
sem hann segir að hafi vaðið uppi, ekki síst í auglýsingum.
Með bestu kveðju,
Helga Vollertsen
Kynningarstjóri
Þjóðminjasafni Íslands
v/Suðurgötu
101 Reykjavík
s. 5302222/gsm 8242039
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20091209/d27793ac/attachment-0001.html 
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: not available
Type: image/gif
Size: 37245 bytes
Desc: not available
Url : http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20091209/d27793ac/attachment-0001.gif 


More information about the Gandur mailing list