<div align=center>
<br><font size=5 face="sans-serif"><b>Íslenskir jólasiðir</b></font></div>
<p><font size=3 face="Calibri"><b>Laugardaginn 12. desember mun Árni Björnsson
flytja erindi með myndum um upphaf og þróun íslenskra jólasiða í fyrirlestrasal
Þjóðminjasafns Íslands. Fyrirlesturinn hefst kl. 13:00 og er öllum opinn.</b></font>
<div align=center>
<p><img src=cid:_1_08FD541C08FD51F40059CECA00257687></div>
<p><font size=3 face="Calibri">Í erindinu mun Árni reyna að útskýra af
hverju hátíðir voru haldnar í skammdeginu víða um lönd óháð trúarbrögðum.
Hann mun fjalla um það hvernig vetrarhátíðin í Róm breyttist í sólardýrkunarhátíð
og loks í fæðingarhátíð Jesú Krists og hvernig hún breiddist á nokkrum
öldum norður eftir Evrópu þar til hún sameinaðist eldfornri skammdegishátíð
á Norðurlöndum sem hét því óskiljanlega nafni jól.</font>
<p><font size=3 face="Calibri">Árni mun gera grein fyrir því hvaða íslensku
jólasiðir virðast sjálfsprottnir, hvenær og hvernig aðrir bárust frá útlöndum
og hvernig þeir löguðust að land- og samfélagslegum aðstæðum á Íslandi.
Árni mun meðal annars ræða um jólamat, jólaskreytingar, jólagjafir, jólaleiki,
jólasvall og jólavætti. Eins mun Árni reyna að leiðrétta ýmsan misskilning
sem hann segir að hafi vaðið uppi, ekki síst í auglýsingum.</font>
<p><font size=2 face="Calibri">Með bestu kveðju,</font>
<br><font size=2 face="Calibri">Helga Vollertsen</font>
<br><font size=2 face="Calibri">Kynningarstjóri</font>
<br><font size=2 face="Calibri">Þjóðminjasafni Íslands</font>
<br><font size=2 face="Calibri">v/Suðurgötu</font>
<br><font size=2 face="Calibri">101 Reykjavík</font>
<br><font size=2 face="Calibri">s. 5302222/gsm 8242039</font>
<br>