[Gandur] Leiðsögn um sýninguna Endurkast 25. maí kl. 14

frettatilkynning at thjodminjasafn.is frettatilkynning at thjodminjasafn.is
Fri May 23 14:31:56 GMT 2008


Katrín Elvarsdóttir og Pétur Thomsen: Leiðsögn um Endurkast 25. maí kl. 14

Framlag Þjóðminjasafnsins til Listahátíðar 2008 er ljósmyndasýningin 
Endurkast, samsýning átta íslenskra ljósmyndara, þeirra Báru 
Kristinsdóttur, Braga Þórs Jósefssonar, Einars Fals Ingólfssonar, Ívars 
Brynjólfssonar, Katrínar Elvarsdóttur, Péturs Thomsen, Spessa og Þórdísar 
Ágústsdóttur. 

Næstkomandi sunnudag, 25. maí,  munu  tveir ljósmyndaranna, Katrín 
Elvarsdóttir og Pétur Thomsen, spjalla við sýningargesti um ljósmyndir 
sínar. Leiðsögnin verður í Myndasal Þjóðminjasafnsins og hefst kl. 14. 

Leiðsögn næstu sunnudaga: 
1. júní kl. 14: Þórdís Ágústsdóttir og Einar Falur Ingólfsson 
8. júní kl. 14: Bára Kristinsdóttir og Ívar Brynjólfsson. 

Sýningunni Endurkast er ætlað að varpa ljósi á stöðu ljósmyndunar í 
íslenskri myndlist og skoða viðfangsefni og nálgun ljósmyndara sem hafa 
unnið með ljósmyndun sem listmiðil. Sýningin er unnin í samstarfi við FÍSL 
/ Félag íslenskra samtímaljósmyndara og er á dagskrá Listahátíðar í 
Reykjavík 2008. Sýningarstjóri er Þorbjörg Br. Gunnarsdóttir. 
Sýningunni fylgir vegleg sýningarbók með viðtölum Sigrúnar Sigurðardóttur 
sagnfræðings við ljósmyndarana. Ritstjórar eru Inga Lára Baldvinsdóttir og 
Þorbjörg Br. Gunnarsdóttir. Sýningin stendur til 14. september. 
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20080523/4ecb9e4a/attachment.html


More information about the Gandur mailing list