[Gandur] MÁLÞING UM SAMTÍMALJÓSMYNDUN 17. maí kl. 11-15

frettatilkynning at thjodminjasafn.is frettatilkynning at thjodminjasafn.is
Tue May 13 16:14:25 GMT 2008


MÁLÞING UM STÖÐU ÍSLENSKRAR SAMTÍMALJÓSMYNDUNAR

Þjóðminjasafn Íslands stendur fyrir málþingi um stöðu íslenskrar 
samtímaljósmyndunar 
í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands laugardaginn 17. maí n.k. kl. 
11-15.

Dagskrá:

11.10 Annette Rosengren, safnvörður við Nordiska Museet í Stokkhólmi: 
EKODOK -90, ett svenskt projekt 1990-91 för frilansfotografer, skrivare 
och museer.
 
12.10 Linda Ásdísardóttir íslenskufræðingur og safnvörður við Byggðasafn 
Árnesinga: 
Eru þetta Íslendingar? 
Bornar eru saman ljósmyndabækurnar, Íslendingar með ljósmyndum Sigurgeirs 
Sigurjónssonar og Rætur rúntsins eftir hollenska ljósmyndarann Rob 
Hornstra. Persónusköpun beggja ljósmyndara byggist á tengingu manns við 
umhverfi sitt.  Hvað gerist þegar náttúran er afmáð úr persónuleika 
Íslendings?


12.40 Hádegishlé


13.10 Sigurjón Baldur Hafsteinsson mannfræðingur: 
Gardínustangir og kleinur: Af óánægju fréttaljósmyndara.
Íslenskir blaðaljósmyndarar hafa lýst óánægju sinni með stöðu ljósmyndunar 
á íslenskum  fjölmiðlum í dag. Farið er yfir gagnrýni þeirra og staða 
fréttaljósmyndunar skoðuð.

13.45 Æsa Sigurjónsdóttir listfræðingur og styrkþegi í rannsóknarstöðu 
Kristjáns Eldjárns 
við Þjóðminjasafn Íslands : 
Heimilisleysi og búferlaflutningar. 
Hver er staður ljósmynda innan íslenskrar sjónlistasögu? Hvörf, tilfærslur 
og skörun í sambandi ljósmynda og myndlista í samtímanum.

14.20 Hjálmar Sveinsson blaðamaður: 
Landið og samfélagið eins og það endurspeglast í ljósmyndabókum. 

14.50 Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður:
Fyrsta verkefnaráðning Þjóðminjasafns Íslands í samtímaljósmyndun.
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20080513/acd9f560/attachment.html


More information about the Gandur mailing list