[Gandur] Fwd: AF STAÐ 3. ferð

Aðalheiður Guðmundsdóttir adalh at hi.is
Wed May 14 08:57:21 GMT 2008


AF STAÐ á Reykjanesið

gönguferðir í maí – Alfaraleið



AF STAÐ á Reykjanesið:  3. ferð, laugardaginn 17. maí, kl. 11,  
Alfaraleið,  Hvassahraun – Straumur. 7 km


Upphafsstaður: Akið Reykjanesbraut að skilti þar sem á stendur  
Hvassahraun, þar er ekin slaufa undir veginn að bílastæði og  
áningarborði rétt hjá.

Alfaraleið er gömul þjóðleið milli Voga og Hafnarfjarðar. Genginn  
verður hluti af leiðinni frá Hvassahrauni að Straumi. Svæðið býr yfir  
minjum og sögum sem leiðsögumenn munu miðla á leiðinni. Áætlað er að  
gangan taki  ca. 3-4 klst. með fræðslustoppum. Auðveld leið en gott er  
að vera með nesti og í góðum skóm. Allir á eigin ábyrgð. Akstur til  
baka kr. 500. Frítt fyrir börn.


Gangan er þriðja ferð af fimm menningar- og sögutengdum gönguferðum um  
hluta af gömlu þjóðleiðunum á Reykjanesskaganum sem farnar verða í maí  
´08. Boðið er upp á þátttökuseðil þar sem göngufólk safnar stimplum  
fyrir hverja ferð. Þegar búið verður að fara 3 - 5 gönguleiðir verður  
dregið úr seðlum og einhverjir þrír heppnir fá útivistarvörur frá  
Cintamani. Dregið verður eftir síðustu gönguna. Þátttakendur eru  
beðnir um að muna efti að taka þátttökuseðla með í ferðir.

Gönguferðin er í boði Menningarráðs Suðurnesja og sjf menningarmiðlunar.


  Nánari upplýsingar um ferðir:

www.sjfmenningarmidlun.is

sjf at internet.is/gsm. 6918828

>  Fyrri göngur hafa gengið mjög
> vel um 70 manns í hvorri göngu. Hægt er að skoða myndir úr göngum  
> með því
> að fara inn á www.sjfmenningarmidlun.is. Gaman væri að sjá ykkur.
> Vinsamlegast kynnið áfram. Með þökk fyrir það.
>
> Bestu kveðjur
> Sigrún Jónsd. Franklín
> verkefnastjóri
> gsm 6918828
> www.sjfmeningarmidlun.is
>
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: AF  STA? ? Reykjanesi 3. fer? ?08.doc
Type: application/msword
Size: 25600 bytes
Desc: not available
Url : http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20080514/a09e5466/AFSTAReykjanesi3.fer08-0001.doc
-------------- next part --------------







More information about the Gandur mailing list