[Gandur] Námskeið um munnlega sögu

Unnur María. Bergsveinsdóttir unnurm at bok.hi.is
Tue Sep 11 15:48:41 GMT 2007


Hvað er munnleg saga og hverjar eru aðferðir hennar?

Laugardaginn 29. september býður Miðstöð munnlegrar sögu námskeið þar sem munnleg saga og helstu aðferðir hennar verða kynntar. Námskeiðið verður kennt í Þjóðarbókhlöðu og er fjöldi þáttakenda takmarkaður við tólf. Þátttökugjald er 8000 kr en 5000 krónur fyrir námsmenn. Innifalið í verði eru kennslugögn og kaffiveitingar í hléi fyrir og eftir hádegi. Kennarar á námskeiðinu eru Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar, og Unnur María Bergsveinsdóttir, sagnfræðingur og verkefnastjóri Miðstöðvar munnlegrar sögu.

Dagskrá námskeiðsins er sem hér segir:

10.00-11.30 Hvað er munnleg saga?
Saga aðferðarinnar er sögu er rakin og sérkenni í hennar í samanburði við aðrar sagnfræðilegar aðferðir rædd. Vikið verður að notkun munnlegra heimilda innan annarra fræðigreina. Tæpt verður á helstu kenningum um minnið og staða munnlegrar sögu hérlendis kortlögð.

11.45-13.00 Undirbúningur viðtals og tækjabúnaður
Farið er yfir helstu atriði sem skipta máli þegar viðtal eða röð viðtala eru undirbúin. Leiðbeint verður um það hvernig best megi nálgast væntanlega viðmælendur. Tækjabúnaður og beiting hans kynnt.

14.00-15.30 Viðtalstækni
Hvað einkennir góðan spyril? Eftir hverju hlustar hann og hvernig? Þáttakendur spreyta sig á töku viðtals.

15.45-17.00 Eftir viðtalið
Úrvinnsla, frágangur og varðveisla viðtalsins verða rædd. Hvernig skal skrifa útdrátt úr viðtali, hvernig á að skrifa viðtalið upp og hvenær á hvor aðferðin við? Helstu forrit sem gagnast við úrvinnslu viðtala kynnt. Höfundaréttur og siðleg viðmið munnlegrar sögu skýrð.


Unnur María Bergsveinsdóttir veitir allar nánari upplýsingar og tekur við óskum um skráningu í síma 525-5776 eða í gegnum tölvupóst (unnurm at bok.hi.is). Allar helstu upplýsingar um miðstöð munnlegrar sögu er að finna á vefsíðu miðstöðvarinnar www.munnlegsaga.is
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20070911/c4341ccf/attachment.html


More information about the Gandur mailing list