<!DOCTYPE HTML PUBLIC "-//W3C//DTD HTML 3.2//EN">
<HTML>
<HEAD>
<META HTTP-EQUIV="Content-Type" CONTENT="text/html; charset=iso-8859-1">
<META NAME="Generator" CONTENT="MS Exchange Server version 6.5.7652.24">
<TITLE>Námskeið um munnlega sögu</TITLE>
</HEAD>
<BODY>
<!-- Converted from text/plain format -->
<P><FONT SIZE=2>Hvað er munnleg saga og hverjar eru aðferðir hennar?<BR>
<BR>
Laugardaginn 29. september býður Miðstöð munnlegrar sögu námskeið þar sem munnleg saga og helstu aðferðir hennar verða kynntar. Námskeiðið verður kennt í Þjóðarbókhlöðu og er fjöldi þáttakenda takmarkaður við tólf. Þátttökugjald er 8000 kr en 5000 krónur fyrir námsmenn. Innifalið í verði eru kennslugögn og kaffiveitingar í hléi fyrir og eftir hádegi. Kennarar á námskeiðinu eru Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar, og Unnur María Bergsveinsdóttir, sagnfræðingur og verkefnastjóri Miðstöðvar munnlegrar sögu.<BR>
<BR>
Dagskrá námskeiðsins er sem hér segir:<BR>
<BR>
10.00-11.30 Hvað er munnleg saga?<BR>
Saga aðferðarinnar er sögu er rakin og sérkenni í hennar í samanburði við aðrar sagnfræðilegar aðferðir rædd. Vikið verður að notkun munnlegra heimilda innan annarra fræðigreina. Tæpt verður á helstu kenningum um minnið og staða munnlegrar sögu hérlendis kortlögð.<BR>
<BR>
11.45-13.00 Undirbúningur viðtals og tækjabúnaður<BR>
Farið er yfir helstu atriði sem skipta máli þegar viðtal eða röð viðtala eru undirbúin. Leiðbeint verður um það hvernig best megi nálgast væntanlega viðmælendur. Tækjabúnaður og beiting hans kynnt.<BR>
<BR>
14.00-15.30 Viðtalstækni<BR>
Hvað einkennir góðan spyril? Eftir hverju hlustar hann og hvernig? Þáttakendur spreyta sig á töku viðtals.<BR>
<BR>
15.45-17.00 Eftir viðtalið<BR>
Úrvinnsla, frágangur og varðveisla viðtalsins verða rædd. Hvernig skal skrifa útdrátt úr viðtali, hvernig á að skrifa viðtalið upp og hvenær á hvor aðferðin við? Helstu forrit sem gagnast við úrvinnslu viðtala kynnt. Höfundaréttur og siðleg viðmið munnlegrar sögu skýrð.<BR>
<BR>
<BR>
Unnur María Bergsveinsdóttir veitir allar nánari upplýsingar og tekur við óskum um skráningu í síma 525-5776 eða í gegnum tölvupóst (unnurm@bok.hi.is). Allar helstu upplýsingar um miðstöð munnlegrar sögu er að finna á vefsíðu miðstöðvarinnar www.munnlegsaga.is<BR>
</FONT>
</P>
</BODY>
</HTML>