[Gandur] 17. nóvember: Erindi um sögu byggðar á Snæfjallaströnd

ReykjavíkurAkademían ra at akademia.is
Wed Nov 14 13:10:10 GMT 2007


Laugardaginn 17. nóvember kl. 14-16 flytur Engilbert S. Ingvarsson 
erindi um sögu byggðar á Snæfjallaströnd í fundasal 
ReykjavíkurAkademíunnar, JL-húsinu, Hringbraut 121, 4. hæð. Tilefnið er 
útkoma bókarinnar Undir Snjáfjöllum - þættir um búsetu og mannlíf á 
Snæfjallaströnd.

 

Í bókinni Undir Snjáfjöllum er lýst ýmsum þáttum í félagslífi og 
lifnaðarháttum fólksins á Snæfjallaströnd við norðanvert Ísafjarðardjúp 
og sagt frá því hvernig nútímavæðingin breytti þessu afskekkta og 
einangraða samfélagi. Höfundur þessa rits fæddist og ólst upp á 
Snæfjallaströnd og var þar bóndi frá 1953 til 1987, en nokkrum árum 
síðar fór Ströndin í eyði. Mannmargt var á Snæfjallaströnd áður fyrr. 
Framundir miðja 20. öld voru atvinnuhættir þar með sama frumstæða hætti 
og hafði verið um aldir. Þetta var einangrað og afskekkt samfélag og 
snjóþungt með afbrigðum. Þrátt fyrir það stóð mannlíf þar í miklum blóma 
á fyrri hluta 20 aldar.

 

Bókin verður til sölu á staðnum. Starfsemi Snjáfjallaseturs verður 
jafnframt kynnt. Boðið verður uppá kaffiveitingar.
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20071114/18c49930/attachment.html


More information about the Gandur mailing list