<!DOCTYPE html PUBLIC "-//W3C//DTD HTML 4.01 Transitional//EN">
<html>
<head>
</head>
<body bgcolor="#ffffff" text="#000000">
<br>
<font face="Arial" size="2"><font size="3"><font face="Times New Roman">Laugardaginn
17. nóvember kl. 14-16 flytur Engilbert S. Ingvarsson erindi um sögu
byggðar á Snæfjallaströnd í fundasal ReykjavíkurAkademíunnar,
JL-húsinu, Hringbraut 121, 4. hæð. Tilefnið er útkoma bókarinnar Undir
Snjáfjöllum - þættir um búsetu og mannlíf á Snæfjallaströnd. </font></font></font>
<p class="MsoNormal" style="margin: 0cm 0cm 0pt;"><span
style="font-size: 10pt; font-family: Arial;"><o:p><font face="Arial"
size="2"> </font></o:p></span></p>
<p class="MsoNormal" style="margin: 0cm 0cm 0pt;"><span
style="font-size: 10pt; font-family: Arial;"><font face="Arial"
size="2">Í bókinni Undir Snjáfjöllum er lýst ýmsum þáttum í félagslífi
og lifnaðarháttum fólksins á Snæfjallaströnd við norðanvert
Ísafjarðardjúp og sagt frá því hvernig nútímavæðingin breytti þessu
afskekkta og einangraða samfélagi. Höfundur þessa rits fæddist og ólst
upp á Snæfjallaströnd og var þar bóndi frá 1953 til 1987, en nokkrum
árum síðar fór Ströndin í eyði. Mannmargt var á Snæfjallaströnd áður
fyrr. Framundir miðja 20. öld voru atvinnuhættir þar með sama frumstæða
hætti og hafði verið um aldir. </font></span><span
style="font-size: 10pt; font-family: Arial;" lang="DA"><font
face="Arial" size="2">Þetta var einangrað og afskekkt samfélag og
snjóþungt með afbrigðum. Þrátt fyrir það stóð mannlíf þar í miklum
blóma á fyrri hluta 20 aldar.</font></span></p>
<p class="MsoNormal" style="margin: 0cm 0cm 0pt;"><span
style="font-size: 10pt; font-family: Arial;" lang="DA"></span><font
face="Arial" size="2"> </font></p>
<font face="Arial" size="2"><font size="3"><font face="Times New Roman"><span
style="font-size: 10pt; font-family: Arial;" lang="DA">Bókin verður
til sölu á staðnum. Starfsemi Snjáfjallaseturs verður jafnframt kynnt.
Boðið verður uppá kaffiveitingar.</span></font></font></font>
</body>
</html>