[Gandur] 100 ára afmæli þjóðminjavörslunnar - opið hús í Þjóðminjasafninu 16. nóv. - sérfræðingar á staðnum milli kl. 12-14

frettatilkynning at thjodminjasafn.is frettatilkynning at thjodminjasafn.is
Wed Nov 14 11:57:19 GMT 2007


100 ára afmæli þjóðminjavörslunnar
Opið hús í Þjóðminjasafninu 16. nóvember
Þann 16. nóvember 2007 verður haldið upp á 100 ára afmæli 
þjóðminjavörslunnar á Íslandi. Af þessu tilefni verður opið hús í 
Þjóðminjasafni Íslands með ókeypis aðgangi. Klukkan 12 flytur Guðmundur 
Ólafsson fagstjóri fornleifa stutt erindi um þjóðminjavörslu í landinu.
Afmælisár þjóðminjavörslunnar miðast við setningu laga um verndun 
fornminja árið 1907. Lögin fjölluðu um friðun og varðveislu fornminja í 
landinu, en tóku til safnsins á þann hátt að svo var ákveðið að 
fornminjavörður skyldi vera forstöðumaður þess. Á þann hátt tengdust 
fornminjavarslan og safnið órofa böndum. Í framhaldi af setningu laganna 
var fyrsti fornminjavörðurinn, Matthías Þórðarson, skipaður í ársbyrjun 
1908.
Eftir erindi Guðmundar kemur Unnur Guðjónsdóttir fram í faldbúningi, fer 
með ljóð eftir Jónas Hallgrímsson og minningarorð um hann, en á þessum 
degi eru jafnframt liðin 200 ár frá fæðingu þjóðskáldsins.
Sérfræðingar safnsins verða á staðnum milli 12 og 14 og eru boðnir og 
búnir að fræða gesti um safngripi og sýningar. Sérfræðingarnir áttu þátt í 
sköpun grunnsýningar Þjóðminjasafnsins á sínum tíma og eru sérfróðir um 
mismunandi svið hennar.
Auk Guðmundar Ólafssonar má nefna Þóru Kristjánsdóttur listfræðing, 
Þorvald Böðvarsson fagstjóra skráningar sem er höfundur að framsetningu 
20. aldarinnar og Ingu Láru Baldvinsdóttur fagstjóra Ljósmyndasafns 
Íslands í Þjóðminjasafninu sem stýrði að Aldarspeglinum og 
skjámyndasýningum með ljósmyndum. Fleiri sérfræðingar verða á staðnum.

Bestu kveðjur / Best regards
Rúna K. Tetzschner
kynningarstjóri / Public Relation Manager
Þjóðminjasafn Íslands / National Museum of Iceland
Suðurgötu 41 - 101 Reykjavík
fars. 824-2039, s. 530-2222 eða 5302248
netf. runa at thjodminjasafn.is
veff. http://www.thjodminjasafn.is
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20071114/677afa98/attachment.html


More information about the Gandur mailing list