[Gandur] Þjóðminjasafn Íslands auglýsir laust til umsóknar starf sviðstjóra miðlunarsviðs

frettatilkynning at thjodminjasafn.is frettatilkynning at thjodminjasafn.is
Sun Mar 18 20:25:00 GMT 2007


Laust starf sviðstjóra miðlunarsviðs Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands er vísinda- og þjónustustofnun og höfuðsafn á sviði 
þjóðminjavörslu og rannsókna á menningarsögulegum minjum í landinu. 
Hlutverk þess er að auka og miðla þekkingu á menningararfi íslensku 
þjóðarinnar. Þjóðminjasafn Íslands starfar á grundvelli safnalaga nr. 
106/2001 og þjóðminjalaga nr. 107/2001.

Þjóðminjasafn Íslands auglýsir laust til umsóknar starf sviðstjóra 
miðlunarsviðs.

Helstu verkefni miðlunarsviðs eru tengd sýningum, safnfræðslu, útgáfu, 
margmiðlun, kynningar- og markaðsmálum, safnbúð og fleiru sem lýtur að 
miðlun og fræðslu á verksviði Þjóðminjasafni Íslands. 

Ábyrgð og verksvið:
Fagleg ábyrgð á starfsemi sviðs og dagleg verkstjórn. Ábyrgð á að áherslur 
og forgangsröðun verkefna samrýmist stefnu Þjóðminjasafns Íslands og 
fjárhagsramma sviðs. Verkstjórn og umsjón með starfsemi í safnhúsi. 
Samskipti við stofnanir, rannsóknarsjóði og samstarfsaðila.

Menntunar- og hæfniskröfur:
Háskólapróf nauðsynlegt, MA próf eða sambærileg menntun æskileg.

Menntun og reynsla:
Reynsla af stjórnun og stefnumótun.
Reynsla af safnastarfi.
Færni í íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli, jafnt töluðu sem rituðu 
máli.
Færni í mannlegum samskiptum.
Frumkvæði og sjálfstæði í starfi og öguð vinnubrögð.

Um er að ræða fullt starf og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 
sem fyrst. Við ráðningar í störf er tekið mið að jafnréttisáætlun 
stofnunarinnar. Um launakjör fer samkvæmt kjarasamningi viðkomandi 
stéttarfélags og fjármálaráðherra.

Umsókn með ferilskrá sendist Þjóðminjasafni Íslands, Suðurgötu 43, 101 
Reykjavík fyrir 26.mars 2007. Upplýsingar veitir Margrét Hallgrímsdóttir 
þjóðminjavörður (margret at thjodminjasafn.is) í síma 530-2200.

Starfsmaður taki þátt í því að Þjóðminjasafn Íslands nái markmiðum sínum 
sem vísinda-og þjónustustofnun. Starfsmaður leggi áherslu á góða þjónustu 
og ráðgjöf, fagleg og ábyrg vinnubrögð og jákvætt skapandi andrúmsloft á 
vinnustað.

Bestu kveðjur / Best regards
Rúna K. Tetzschner
kynningarstjóri / Public Relation Manager
Þjóðminjasafn Íslands / National Museum of Iceland
Suðurgötu 41 - 101 Reykjavík
fars. 824-2039, s. 530-2222 eða 5302248
netf. runa at thjodminjasafn.is
veff. http://www.thjodminjasafn.is
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20070318/0e036d76/attachment.html


More information about the Gandur mailing list