[Gandur] Vandaðar fermingargjafir í Þjóðminjasafni Íslands

frettatilkynning at thjodminjasafn.is frettatilkynning at thjodminjasafn.is
Sun Mar 18 19:57:40 GMT 2007


Vandaðar fermingargjafir í safnbúð Þjóðminjasafnsins
Á Þjóðminjasafni Íslands er einkar vel hugsað um gesti og þar er vönduð og 
skemmtileg safnbúð með úrvali sérhannaðra minjagripa, fallegum listmunum 
og vönduðum sérfræðiritum, rannsókna- og sýningabókum. Vörur 
safnbúðarinnar eru tilvaldar gjafir jafnt fyrir börn sem fullorðna og 
bækurnar henta vel fyrir fermingarbörn. Má þar nefna sígildar bækur 
Þjóðminjasafnsins eins og Hlutaveltu tímans, einnig Gersemar og þarfaþing, 
Kuml og haugfé og Hundrað ár í Þjóðminjasafni.
Aðrar bækur eru einnig fáanlegar, svo sem Passíusálmar Hallgríms 
Péturssonar með myndum Barböru Árnason, bæði svört og hvít, 
Íslendingasögur I-III - og síðast en ekki síst bók sem allir ættu að 
eignast Ísland framandi land eftir Sumarliða Ísleifsson. Hún býðst á 
sérstöku tilboðsverði í nokkra daga, kr. 940.- en kostaði áður 4.680,-

Bestu kveðjur / Best regards
Rúna K. Tetzschner
kynningarstjóri / Public Relation Manager
Þjóðminjasafn Íslands / National Museum of Iceland
Suðurgötu 41 - 101 Reykjavík
fars. 824-2039, s. 530-2222 eða 5302248
netf. runa at thjodminjasafn.is
veff. http://www.thjodminjasafn.is
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20070318/e8c5bb6f/attachment.html


More information about the Gandur mailing list