<br><font size=2 face="Arial"><b>Laust starf sviðstjóra miðlunarsviðs Þjóðminjasafnsins</b></font>
<br>
<br><font size=2 face="Book Antiqua">Þjóðminjasafn Íslands er vísinda-
og þjónustustofnun og höfuðsafn á sviði þjóðminjavörslu og rannsókna á
menningarsögulegum minjum í landinu. Hlutverk þess er að auka og miðla
þekkingu á menningararfi íslensku þjóðarinnar. Þjóðminjasafn Íslands starfar
á grundvelli safnalaga nr. 106/2001 og þjóðminjalaga nr. 107/2001.</font>
<br>
<br><a href=http://www.thjodminjasafn.is/media/safnid/Auglysing_svidstjori_midlunarsvids_2007.pdf><font size=2 color=#a11f12 face="Book Antiqua"><b><u>Þjóðminjasafn
Íslands auglýsir laust til umsóknar starf sviðstjóra miðlunarsviðs.</u></b></font></a>
<br>
<br><font size=2 face="Book Antiqua">Helstu verkefni miðlunarsviðs eru
tengd sýningum, safnfræðslu, útgáfu, margmiðlun, kynningar- og markaðsmálum,
safnbúð og fleiru sem lýtur að miðlun og fræðslu á verksviði Þjóðminjasafni
Íslands. </font>
<br>
<br><font size=2 face="Book Antiqua"><b>Ábyrgð og verksvið:</b><br>
Fagleg ábyrgð á starfsemi sviðs og dagleg verkstjórn. Ábyrgð á að áherslur
og forgangsröðun verkefna samrýmist stefnu Þjóðminjasafns Íslands og fjárhagsramma
sviðs. Verkstjórn og umsjón með starfsemi í safnhúsi. Samskipti við stofnanir,
rannsóknarsjóði og samstarfsaðila.</font>
<br>
<br><font size=2 face="Book Antiqua"><b>Menntunar- og hæfniskröfur:</b><br>
Háskólapróf nauðsynlegt, MA próf eða sambærileg menntun æskileg.</font>
<br>
<br><font size=2 face="Book Antiqua"><b>Menntun og reynsla:</b><br>
Reynsla af stjórnun og stefnumótun.<br>
Reynsla af safnastarfi.<br>
Færni í íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli, jafnt töluðu sem rituðu
máli.<br>
Færni í mannlegum samskiptum.<br>
Frumkvæði og sjálfstæði í starfi og öguð vinnubrögð.</font>
<br>
<br><font size=2 face="Book Antiqua">Um er að ræða fullt starf og æskilegt
er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Við ráðningar í störf er tekið
mið að jafnréttisáætlun stofnunarinnar. Um launakjör fer samkvæmt kjarasamningi
viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra.</font>
<br>
<br><font size=2 face="Book Antiqua">Umsókn með ferilskrá sendist Þjóðminjasafni
Íslands, Suðurgötu 43, 101 Reykjavík fyrir <b>26.mars 2007</b>. Upplýsingar
veitir Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður (margret@thjodminjasafn.is)
í síma 530-2200.</font>
<br>
<br><font size=2 face="Book Antiqua">Starfsmaður taki þátt í því að Þjóðminjasafn
Íslands nái markmiðum sínum sem vísinda-og þjónustustofnun. Starfsmaður
leggi áherslu á góða þjónustu og ráðgjöf, fagleg og ábyrg vinnubrögð og
jákvætt skapandi andrúmsloft á vinnustað.</font>
<br>
<br><font size=2 face="sans-serif">Bestu kveðjur / Best regards</font>
<br><font size=2 face="sans-serif"><i>Rúna K. Tetzschner</i></font>
<br><font size=2 face="sans-serif">kynningarstjóri / Public Relation Manager</font>
<br><font size=4 face="Monotype Corsiva">Þjóðminjasafn Íslands / National
Museum of Iceland</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">Suðurgötu 41 - 101 Reykjavík</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">fars. <b>824-2039</b>, s. 530-2222 eða
5302248</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">netf. runa@thjodminjasafn.is</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">veff. http://www.thjodminjasafn.is</font>