[Gandur] Í DAG: Lýðræði hvað? Hádegisfundarröð ReykjavíkurAkademíunnar um lýðræði og samfélag

ReykjavíkurAkademían ra at akademia.is
Mon Mar 19 11:00:34 GMT 2007


Lýðræði hvað?

Hádegisfundarröð ReykjavíkurAkademíunnar um lýðræði og samfélag


Í dag,  mánudaginn 19. mars, mun Arnþrúður Ingólfsdóttir
heimspekingur halda erindi sem hún nefnir „Í krafti
margbreytileikans“, byggt á BA verkefni sínu í heimspeki.  Í erindi
sínu leggur Arnþrúður út frá kenningum Iris Marion Young um lýðræði
sem snýst um að nýta félagslegan margbreytileika samfélagsins til að
auðga og styrkja lýðræðislega samræðu og ákvarðanatöku, svo lýðræði
geti náð til allra. En hluti af því er að gera fulltrúum
minnihlutahópa kleift að hafa meiri áhrif á lýðræðislegar
ákvarðanatökur.

Að erindi hennar loknu munu Anh-Dao Tran verkefnastjóri Framtíðar í
nýju landi, Sigursteinn R. Másson formaður Öryrkjabandalags Íslands,
Katrín Anna Guðmundsdóttir talskona Feministafélagsins og  Margrét
Margeirsdóttir, formaður félags eldri borgara  í Reykjavík taka þátt
í umræðu og svara spurningum úr sal.

Fundirnir hefjast stundvíslega kl: 12.15 og eru þeir haldnir í
húsnæði ReykjavíkurAkademíunnar Hringbraut 121 (JL-húsið), 4. hæð.

Að sjálfsögðu er öllum velkomið að mæta með hádegisbitann sinn, taka
þátt í hressandi umræðu og hita sig upp fyrir kosningar! 



More information about the Gandur mailing list