[Gandur] Þjóðlagatónleikar

Rósa Þorsteinsdóttir rosat at hi.is
Thu Sep 21 13:23:25 GMT 2006


Einstök tónlistarupplifun.

VAJAS(Bergmál) frá Samalandi og FUNI frá Íslandi.

Tónleikar á NASA

 föstudaginn 22. september n.k. kl. 22.00.

Aðgangseyrir kr. 1.000.- Miðar seldir við innganginn.

 

Fyrirsvar:  Vináttufélag Sama og Íslendinga(SAMÍS) og Norræna félagið.

Upplýsingar: Sigurður Helgi Guðjónsson form. SAMÍS  gsm.  898 4590.

_____________________________________________

VAJAS:

VAJAS er samísk hljómsveit eða trío skipuð konu og tveimur körlum. Nafnið er
samíska orðið yfir bergmál. Kristin Mellem leikur á fiðlu og syngur. Ánde
Somby joikar og Nils Johannsen, sem er þúsund rafhljóðasmiður, leikur á
hljómborð og tölvu. VAJAS gerir út frá Tromsö. Ánde hefur joikað frá blautu
barnsbeini en hann er einnig mannréttinda-lögfræðingur og kennir
frumbyggjarétt við háskólann í Tromsö. Þau hin starfa sem tónlistarmenn og
tónskáld. Kristin hefur klassískan bakgrunn og menntun og leikur í
symfóníuhljómsveit og hefur unnið mikið fyrir leikhús. Eins hefur hún lagt
stund á þjóðlagatónlist og jazz. Nils starfar sem tónlistarmaður,
hljóðfæraleikari og hljóðgaldramaður um allan heim og er mjög þekktur og
rómaður sem slíkur. Hann leikur einnig með hljómsveitinni sem Bel Canto sem
er þekkt víða um heim.

 

Megináherslan og rauði þráðurinn hjá VAJAS er joikið sem er ævaforn söngur,
söngháttur og sönghefð, Sama. Joikið mun vera elsta form tónlistar í Evrópu
og þótt víðar væri leitað. Joikið var hryggjarstykkið í fornum trúarbrögðum
Sama ásamt trommunni. Joik var lengi bannfært af kristnum mönnum sem sögðu
það “söng satans” og trommur var líka bannaðar og brotnar. Stappaði mjög
nærri að joikinu væri útrýmt  en það gekk í endurnýjun lífdaganna á  síðustu
öld og lifir nú góðu lífi  og blómstrar sem aldrei fyrr, bæði hið klassíska
og hið framsækna. Skapar það öndvegissess í samískri menningu. En samískir
tónlistarmenn hafa gætt það nýju lífi með því að krydda það með nútíma
stefnum og straumum í tónlist, s.s. raftónlist, rokki, jazzi og blús. Má þar
nefna Mari Boine og VAJAS.

 

Er það rómur Sama og fleiri að VAJAS hafi gefið joikinu nýtt líf og nýja
vídd með frumlegum og nýstárlegum flutningi. Allt frá klassísku joiki til
æpandi framúrstefnu. Með því að tengja, blanda og sjóða saman joik, nútíma
raftónlist, þjóðlagatónlist, jazz, rokk, sígilda tónlist og jafnvel ögn af
sálmum, skapar VAJAS sannkallað sprengiefni, eitthvað alveg nýtt sem ekki
hefur áður heyrst. Í þennan seiðpott bæta þau síðan drjúgri skvettu af húmor
og kaldhæðni. 

 

Tónleikar VAJAS eru ógleymanlegt ferðaleg í tónum og hljóðum og sjónarspili
og sannarlega tónlistarupplifun sem er engu lík. Tónlistarunnendum mega
hreint ekki láta fram hjá sér fara þetta einstaka tækifæri til að fara með
VAJAS í tónlitstarferðaleg um ókunnar og ónumdar tónaslóðir sem allt eins má
kalla í tón- og tilfinningarússsibana. Í tónlist  og flutningi VAJAS eru
miklar tilfinningar og  þar reynir á allan  tilfinningaskalann, allt frá
blíðustu ást til ofsafengar reiði.

 

VAJAS hefur haldið tónleika um veröld víða og hvarvetna hlotið mikla athygli
fengið glimarandi undirtektir og hreint frábæra gagnrýni.

 

VAJAS heldur úti mjög góðri heimasíðu og er slóðin:  <http://vajas.info/>
http://vajas.info                           Á heimssíðunni eru margháttaðar
upplýsingar um hljómsveitina og bæði myndir og sýnishorn af tónlist hennar.

 

FUNI:

FUNI er dúet skipaður Báru Grímsdóttir og Chris Foster sem hófu samstarf
fyrir 6 árum. 

 

Bára  er  tónskáld og söngkona sem hefur lagt rækt við og flutt íslensk
þjóðlög um árabil.  Hún hefur brennandi áhuga á rímum og kvæðalögum en hún
syngur líka og flytur hefðbundna tónlist af öðrum toga, bæði veraldlega og
trúarlega.  Bára býr yfir einstakri og djúpri þekkingu á íslenskri
kveðskapar- og tónlistarhefð. Hún er rómuð söngkona og tónskáld og leikur
listavel á hljóðfæri, t.d. hina fornu kjöltuhörpu(kantele). Hún hefur komið
fram víða í Evrópu og Norður Ameríku.  

 

Chris Foster er enskur tónlistarmaður, gítarsnillingur og söngvari Á 30 ára
ferli hefur hann skapað sér sess sem frábær flytjandi enskra þjóðlaga. Hann
hefur komið fram og hljóðritað víða um heim.  Chris er afbragðs sögumaður í
söng sínum og syngur t.d. myrk sagnakvæði, samhliða taktföstum glaðlegum
frásögnum af mannana brölti..  Hann er galdramaður með gítarinn, fiðluna og
fleiri hljóðfæri og fléttar saman og magnar orð og tóna til að auka áhrif
sögunnar. Chris er mjög eftirsóttur undirleikari hjá fjölda listamanna.
Nýjasti sólódiskur hans Jewels sem kom út 2004 hlaut mikið og einróma lof. 

 

Þau Bára og Chris tvinna sama með kyngimögnuðum hætti fornar tólistarhefðir
íslenskar og enskar svo úr verður einsakur og ógleymanlegur galdur. Þau hafa
komið fram víða um lönd og hvarvetna hlotið afbragðs góða dóma. 

 

Þau eru frábærir flytjendur þeirrar tónlistarhefðar sem þau eru sprottin úr
og tekst af mikilli list, kunnáttu og næmi að umbreyta tónlist eyjanna sinna
í heimstónlist. Í júní 2004 gáfu þau út hinn margrómaða disk Funa.

 

_____________________________________________

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20060921/76e96522/attachment.html


More information about the Gandur mailing list