[Gandur] Fw: Uppskeruhátíð Hagþenkis

runa at thjodminjasafn.is runa at thjodminjasafn.is
Wed Sep 20 16:02:50 GMT 2006


----- Forwarded by Rúna K. Tetzschner/Þjóðminjasafn/IS on 20.09.2006 16:00 
-----


Hagþenkir <hagthenkir at hagthenkir.is>
20.09.2006 15:36
 
        To:     'Anna Guðrún Júlíusdóttir' <anna17 at breidholtsskoli.is>, 
<anton at akademia.is>, <Meydal at hi.is>, 'Kristján Jóhann Jónsson' 
<kjj at khi.is>, <kristinu at artunsskoli.is>, <ajoels at ismennt.is>, 'Björn 
Þorsteinsson' <bjorntho at hi.is>, <bjorn at ritverk.is>, <ekh at hlidaskoli.is>, 
<erlingurhauks at simnet.is>, "'Thor, Jonas'" <Jonas.Thor at eu.dodea.edu>, 
<kriseir at hi.is>, "'Armann Jakobsson'" <armannja at hotmail.com>, "'Arni 
Bergmann'" <arnilena at simnet.is>, <bmk at hi.is>, 'Garðar Baldvinsson' 
<gardarb at hi.is>, 'Guðríður Adda Ragnarsdóttir' <adda at ismennt.is>, 
<gudrunsvbj at thjodminjasafn.is>, 'Halldór Bjarnason' <halldorb at hi.is>, 
<ingosteins at simnet.is>, AddressListTooLong-Suppressed:
        cc: 
        Subject:        Uppskeruhátíð Hagþenkis


Ágætu styrkþegar Hagþenkis árið 2006

Föstudaginn 22.september býður Hagþenkir til uppskeruhátíðar þar sem
úthlutun starfsstyrkja verður kynnt. Hátíðin hefst í
ReykjavíkurAkademíunni, Hringbraut 121, 4. hæð, klukkan 16.00. 
Boðið verður upp á léttar veitingar. 

Fulltrúum fjölmiðla verður boðið til hátíðarinnar enda tilgangurinn að
vekja athygli á styrkjum félagsins og styrkjamálum fræðimanna almennt.


Með kveðju,

Jón Yngvi Jóhannsson


Fréttatilkynning

Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna hefur úthlutað
starfsstyrkjum til ritstarfa árið 2006. Alls var úthlutað 6,7 milljónum
króna til 38 verkefna. Hagþenkir auglýsir á hverju ári eftir
starfsstyrkjum og er öllum höfundum fræðirita og kennslugagna frjálst að
sækja um.

Verkefnin sem hlutu styrk eru á margvíslegum sviðum, allt frá
grunnrannsóknum við háskóla til námsefnis fyrir grunnskólabörn og
fræðslurita og handbóka fyrir almenning. Fræðasviðin eru einnig
margvísleg, veittir eru styrkir til rita á sviði sagnfræði og
bókmenntasögu, fornleifafræði, kvikmyndasögu og jarðfræði svo dæmi séu
nefnd. Kennsluefni sem hlýtur styrki að þessu sinni er m.a. á sviði
íslensku fyrir útlendinga, ítölsku fyrir Íslendinga og smíða og
hönnunar. 
Á þessu ári voru veittir fimm styrkir til verkefna sem gefin verða út á
stafrænu formi.


Stærsta styrkinn að þessu sinni, 400.000 krónur, hlaut Guðrún
Sveinbjarnardóttir til að gefa út bók um fornleifarannsóknir í Reykholti
1987-89 og 1997-2003.  Meðal þeirra sem hlutu 300.000 króna styrk má
nefna 
Björn Hróarsson sem hlaut styrk til að vinna að alþýðlegu fræðiriti um
hraunrennsli og hellafræði, Önnu Guðrúnu Júlíusdóttur og Sigríði
Ólafsdóttur sem hlutu styrk til að búa til námsefni sem nefnist "Ég vil
læra íslensku", og Ármann Jakobsson sem hlaut styrk til fræðilegrar
útgáfu Morkinskinnu.

Í úthlutunarnefnd starfssyrkja að þessu sinni sátu Matthías Eydal
líffræðingur, Kristján Jóhann Jónsson bókmenntafræðingur og Kristín
Unnsteinsdóttir uppeldis- og menntunarfræðingur.

Auk starfsstyrkja úthlutaði Hagþenkir einnig þóknunum fyrir ljósritun og
ferðastyrkjum til félagsmanna. Alls nema styrkir og þóknanir Hagþenkis á
þessu ári 14,2 milljónum króna.




Með kveðju,

Jón Yngvi Jóhannsson

Hagþenkir - félag höfunda fræðirita og kennslugagna
Hagthenkir - faglitterær forfatterforening
Hagthenkir - Association of Non-Fiction writers

Hringbraut 121 / 107 Reykjavík

http://www.hagthenkir.is

Sími 551-9599

Framkvæmdastjóri: Jón Yngvi Jóhannsson (Viðtalstími: mánud, miðvikud og
fimmtudaga kl. 9-11)



-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20060920/dacb7540/attachment.html


More information about the Gandur mailing list