[Gandur] Íslensku jólin. Trú og siðir tengd íslensku jólunum í aldanna rás, frá heiðnum goðum til gárunga og hrekkjóttra íslenskra jólasveina. Terry Gunnell flytur fyrirlestur á ensku 21. des. kl. 12:10

frettatilkynning at thjodminjasafn.is frettatilkynning at thjodminjasafn.is
Tue Dec 19 14:16:23 GMT 2006


Íslensku jólin. Trú og siðir tengd íslensku jólunum í aldanna rás, frá 
heiðnum goðum til gárunga og hrekkjóttra íslenskra jólasveina
Terry Gunnell þjóðfræðingur flytur fyrirlestur á ensku í léttum dúr í 
Þjóðminjasafni Íslands 21. des. kl. 12:10
The Icelandic Yule: An illustrated presentation in English reviewing the 
beliefs and traditions of Icelandic Christmas past and present, from pagan 
gods to practical joking Christmas Lads. 
Presenter: Terry Gunnell, Head of Folkloristics at the University of 
Iceland

Fimmtudaginn 21. desember klukkan 12:10 flytur dr. Terry Gunnell erindi í 
fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands um jólasiði Íslendinga í tímans 
rás. Í nútímanum eru jólin bendluð sérstaklega við fæðingu Krists en eiga 
sér þó ævafornar rætur sem teygja sig langt aftur fyrir tíma kristni. Í 
fyrirlestri sínum seilist Terry aftur til goða og norrænnar trúar og 
skoðar jólin í fornsögum og þjóðsögum. Draugatrú, álfatrú og tröllatrú 
hafa tengst gömlu íslensku jólunum svo fátt eitt sé nefnt. Terry mun að 
sjálfsögðu fjalla um hina tröllslegu Grýlu og hina hrekkjóttu íslensku 
jólasveina. Einnig mun hann segja frá athyglisverðum ættingjum þeirra í 
nágrannalöndunum. Að lokum verður athyglinni beint að ýmsum siðum í 
tengslum við jól og áramót í nútímanum.

Terry Gunnell er dósent í þjóðfræði við Háskóla Íslands og býr ekki aðeins 
yfir mikilli þekkingu heldur einstakri frásagnargáfu. Fyrirlestur hans 
verður ekki strangfræðilegur heldur í léttum dúr. Þar eð Terry mælir fram 
á ensku er tilvalið fyrir enskumælandi fólk að skella sér en þjóðlegur 
fróðleikur um jólasiði á þó líka erindi til Íslendinga. Terry hefur lag á 
að segja frá á leikrænan og lifandi hátt og allur almenningur ætti að hafa 
ánægju af fyrirlestri hans.

Ekkert kostar inn og allir eru velkomnir.


The Icelandic Yule: An illustrated presentation in English reviewing the 
beliefs and traditions of Icelandic Christmas past and present, from pagan 
gods to practical joking Christmas Lads. 
Presenter: Terry Gunnell, Head of Folkloristics at the University of 
Iceland
Yuletide Lads at the National Museum
The Icelandic jólasveinar (Yuletide Lads) have absolutely nothing to do 
with the international red-clothed Santa Claus, who is a version of St. 
Nicholas. The Yuletide Lads are descended from trolls, and orginally they 
were bogeymen who were used to scare children. During this century they 
have mellowed, and they sometimes wear their best, red, suits. But they 
still tend to pilfer and play tricks. 
The number of Yuletide Lads varied in olden times from one region of 
Iceland to another. The number 13 is first seen in a poem on Grýla (the 
Lads' mother) in the 18th century, and their names were published by Jón 
Árnason in his folklore collection in 1862. About 60 different names of 
Yuletide Lads are known. 
They visit the National Museum on each of the 13 days before Christmas. 
They usually wear their old Icelandic costumes, and try to pilfer the 
goodies each likes best. 

Bestu kveðjur / Best regards
Rúna K. Tetzschner
kynningarstjóri / Public Relation Manager
Þjóðminjasafn Íslands / National Museum of Iceland
Suðurgötu 41 - 101 Reykjavík
fars. 824-2039, s. 530-2222 eða 5302248
netf. runa at thjodminjasafn.is
veff. http://www.thjodminjasafn.is
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20061219/a04231ae/attachment.html


More information about the Gandur mailing list