[Gandur] Hálendi hugans

Aðalheiður Guðmundsdóttir adalh at hi.is
Wed Dec 20 09:02:36 GMT 2006


Kæru þjóðfræðingar,

minni á að frestur til að bjóða fram fyrirlestur á  
Landsbyggðarráðstefnuna rennur út í dag:

9. Landsbyggðarráðstefna Sagnfræðingafélags Íslands og Félags  
þjóðfræðinga
á Íslandi verður haldin á hinu nýja Heklusetri á Leirubakka í  
Landssveit í samvinnu við
heimamenn helgina 1.-3. júní 2007.

Ráðstefnugestir munu gista og funda á hinu fornfræga höfðingjasetri að
Leirubakka sem var eitt sinn í eigu ekki ófrægari manna en  
rithöfundar Íslands Snorra
Sturlusonar og síðar Björns Þorleifssonar hirðstjóra. Eftir stranga
fræðimennsku er ekki verra að svamla í glæsilegri Snorralaug í  
kvöldsólinni með ægifögru
útsýni á Heklu og ræða niðurstöður dagsins við aðra ráðstefnugesti.  
Þá verður boðið
upp á fræðslu-og skemmtiferð um Hekluslóðir. Hér gefst því einstakt  
tækifæri til að
fræðast og treysta vinabönd í góðra vina hópi í faðmi náttúrunnar.

Yfirskrift ráðstefnunnar að þessu sinni er Hálendi hugans og verður
umfjöllunarefnið, eins og titillinn gefur til kynna, hálendi Íslands,  
sagan,
þjóðsögur, nýting og samspil náttúruaflanna og mannsins á þessu svæði.

Dagskráin verður eftirfarandi:

Föstudagurinn 1. júní
15:00                Brottför með rútu frá Nýja Garði
17:30-18:00     Skrásetning og fólk kemur sér fyrir
18:00-19:30     Léttur kvöldverður
19:30-20:30     Setningarfyrirlestur
20:30-23:00     Móttaka vegna afhjúpunar minnisvarða um Guðna Jónsson

Laugardagurinn 2. júní
08:00-09:00     Morgunverður
09:00-10:30     Málstofa I: Hálendið sem hið óþekkta og hættulega:  
Forynjur, útilegumenn og Hekla sem fordyri helvítis (3x 20 mín  
fyrirlestrar og umræður)
10:30-11:00     Kaffi
11:00-12:30     Málstofa II: Hálendi=óbyggðir?: Uppblástur,  
jarðeyðing og breytt landamæri hálendisins í tímans rás (3x 20 mín  
fyrirlestrar og umræður)
12:30-14:00     Hádegisverður og hlé
14:00-15:30     Málstofa III: Nýting hálendisins frá söguöld til  
nútíma: Afréttir, ferðamennska, virkjanir og hálendið sem þjóðbraut  
(3x 20 mín fyrirlestrar og
umræður)
15:30-18:00     Fræðsluferð um Hekluslóðir (með kaffi)
20:00-22:00     Hátíðarkvöldverður

Sunnudagurinn 3. júní
09:00-10:00     Morgunverður
10:00-11:30     Málstofa IV: Könnun hálendisins: Frá lærdómsöld til  
nútíma
(3x 20 mín fyrirlestrar og umræður)
11:30-13:30     Hádegisverður
13:30-15:00     Opin málstofa um hálendið
15:00-15:30     Kaffi
15:30-17:00     Opin málstofa um hálendið frh.
18:00-20:30     Rútuferð heim

Þeir sem vilja halda erindi um þessi þemu á ráðstefnunni eru hvattir til
að leita upplýsinga hjá fulltrúum félaganna í undirbúningsnefnd  
ráðstefnunnar (sjá
upplýsingar að neðan) og senda drög að erindum til Aðalheiðar  
Guðmundsdóttur formanns Félags
þjóðfræðinga á Íslandi á netfangið adalh at hi.is og/eða Guðna Th.  
Jóhannessonar formanns
Sagnfræðingafélags Íslands á netfangið gudnith at hi.is. Öll boð um  
erindi verða tekin til athugunar.
Stefnt er að því að ná hagstæðu verði fyrir gistingu á Leirubakka og  
rútuferðum frá Reykjavík fyrir þá sem það þurfa. Öll skipulagning  
verður mun auðveldari, því fyrr sem endanlegt form kemst á  
ráðstefnuna sjálfa og biðjum við áhugasama þess
vegna um að hafa samband fyrir 20. desember n.k.

Undirrituð veita allar nánari upplýsingar.

Guðni Th. Jóhannesson gudnith at hi.is
Björk Þorleifsdóttir bjorkthor at hotmail.com
Rósa Þorsteinsdóttir rosat at hi.is
Aðalheiður Guðmundsdóttir adalh at hi.is
Íris Ellenberger iris.ellenberger at gmail.com









More information about the Gandur mailing list