[Gandur] Þemakvöld Félags þjóðfræðinga

Aðalheiður Guðmundsdóttir adalh at hi.is
Mon Sep 12 09:15:33 GMT 2005


Kæru Gandverjar,

nú er vetrarstarf Félags þjóðfræðinga á íslandi að hefjast og verður  
vetrardagskráin blómleg sem aldrei fyrr. Meðal þess sem félagið  
stendur fyrir eru svokölluð „þemakvöld“ - sem er nýbreytni. Fyrsta  
þemakvöldið verður n.k. miðvikudagskvöld (14. september) í húsi  
Sögufélagsins við Fischersund og hefst kl. 20.00. Kvöldið ber  
yfirskriftina „Jólin nálgast - eða hvað?“ Dagskrá kvöldsins er  
svohljóðandi:


1) Vilborg Davíðsdóttir: ,,Þrettánda í jólum þá fer allt af stað":  
Rannsókn á þrettándasiðnum á Þingeyri og öðrum áþekkum grímu- og  
heimsóknasiðum á Íslandi. Vilborg kynnir hér BA-ritgerð sína í  
þjóðfræði, en hún fékk verkefnisstyrk Félagsstofnunar stúdenda fyrir  
hana síðast liðið vor. Titill ritgerðarinnar vísar í þetta  
skemmtilega kvæði frá Þingeyri:

Ennþá birtast eins og fyrr                           Jólasveinar  
halda heim

álfar tröll og þý,                                               hafa  
tóman mal,

                                  Grýla og  
Leppalúði                                        gæfa er að gefa

lifna við á ný.                                                  og  
gleði veita skal.

     Hafa búferli flutt                                            
Sýnum festu og fjör

                                   forynjur um  
hlað,                                              frjálsa gamla tíð,

                                   þrettánda í  
jólum                                            tökum vel á móti

                                   þá fer allt af  
stað.                                            þessum magnaða lýð!

                               (Elís Kjaran Friðfinnsson, 1996: 4).


2) Árni Björnsson flytur erindið  'Upp á stól stendur mín kanna', þar  
sem hann mun ræða um uppruna og þróun þessa vísunnar. Eins og allir  
muna hefur fyrir hver undanfarin jól hafist upp umræða og jafnvel  
deilur um vísuna og texta hennar. Er þetta jólakvæði eða ekki?  
Hvernig er „réttur“ texti?

Skyldumæting! Nauðsynlegt að vera vel inni í umræðunni fyrir næstu jól.

Eftir framsögn þeirra Vilborgar og Árna verða umræður, þar sem fólki  
gefst kostur á að spyrja fyrirlesara og koma með ábendingar.

Vonumst til að sjá ykkur sem flest!

Stjórnin


Aðalheiður Guðmundsdóttir
Stofnun Árna Magnússonar
Árnagarði við Suðurgötu
tel.: (354)8680306/(354)5520510
http:www.hi.is~adalh





-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20050912/c2a426b2/attachment.html


More information about the Gandur mailing list