[Gandur] Hvernig borg má bjóða þér?

Listasafn Reykjavíkur soffia.karlsdottir at reykjavik.is
Thu Sep 8 12:02:48 GMT 2005


Listasafn Reykjavíkur
--------------------------------------------------------------------------------
Hvernig borg má bjóða þér? 




Fréttabréf þetta er á myndrænu formi hér
http://phoenix.gagarin.is/email-manager/archive.php/id/1360,35,cf0bf0458716b04347eb745441540d5b


Helgin í Hafnarhúsinu

Öflug dagskrá verður um helgina í kringum sýninguna Hvernig borg má bjóða þér? sem opnuð verður föstudagskvöldið 9. september kl. 20.

Föstudag 9. september kl. 17
Leiklistargjörningur 
Listasafnið tekur forskot á sýningaropnunina og býður gestum og gangandi að fylgjast með og taka þátt í leiklistargjörninginum, Life/Theater Project, sem Bandaríkjamaðurinn Lee Walton stýrir  við Kjörgarð Laugavegi 59. Sjá nánar hér.

Laugardag 10. september kl. 13 - 15
Orðið laust í Listasafninu
Á mælendaskrá eru Trausti Valsson skipulagsfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, Birna Þórðardóttir, leiðsögumaður, Páll Björnsson sagnfræðingur og lektor við Háskólann á Akureyri og Paul F. Nikolov balaðmaður á Grapevine. Eftir að þau hafa lokið máli sínu er orðið laust hverjum þeim sem vill taka til máls og svara spurningunni "Hvernig borg má bjóða þér"  Hver mælandi hefur 5 mínútur til umráða og hvetur Listasafnið þá sem áhuga hafa til að mæta og taka þátt.

Laugardag 10. september kl. 15 - 17
Úrbanistan *
Anna María Bogadóttir kynnir tilraunastofuna Úrbanistan og aðstoðar gesti við borgartilraunir.

Sunnudag 11. september kl. 15 - 17
Úrbanistan og Borgarhljóðsmiðjan
Ásta Olga Magnúsdóttir kynnir tilraunastofuna Úrbanistan og aðstoðar gesti við borgartilraunir. Birgir Örn Thoroddsen aðstoðar unga sem aldna safngesti við gerð hljóðverka úr borgarhljóðum.

Sunnudag 18. september kl. 15
Sýningarstjóraspjall 
Ágústa Kristófersdóttir deildarstjóri sýningadeildar Listasafns Reykjavíkur annast leiðsögn um sýninguna.

Frítt er í Hafnarhúsið á meðan á sýningunni stendur og opið er til kl. 22 öll fimmtudagskvöld.

 

* Hvað er Úrbanistan?
Úrbanistan er tilraunastofa sem er öllum opin og byggir á virkri þátttöku gesta og hins almenna borgara. Þar er borgin skoðuð eins og við upplifum hana á venjulegum degi. Í Úrbanistan verður fólki komið á sporið við að rannsaka og uppgötva borgina eins og hún kemur fyrir sjónir í hversdagslífinu. Með aðstoð borgaranna fara fram fjölbreyttar tilraunir í Úrbanistan allt sýningartímabilið, en meðal þeirra eru:

Augnablik í borginni 
Sendið inn ókeypis texta- og myndskilaboð í síma 1855. Lítil og stór augnablik úr borginni birtast á sýningunni jafnharðan og þau berast. Hvatt er til almennrar þátttöku. Hvernig er Reykjavík til dæmis að innan? Allar niðurstöður verða birtar í lok sýningartímabilsins.

Kortlagning
Í Úrbanistan gefur að líta allskyns kort af borginni og um leið gefst gestum tækifæri til að móta nýtt kort af borginni út frá huglægu mati á því hvar við finnum, kraft, innblástur og fólk í borginni. 

Göngutúrar
Hvert hefurðu aldrei komið í Reykjavík? Með því að skapa skiptistöð fyrir göngutúra geta gestir deilt sínu uppáhaldsgöngutúr með öðrum og ffengið uppskriftir af Reykjavík sem hægt er að prófa.

Hljóðmyndir í borginni
Hvernig hljómar borgin? Úrbanistan gefur nokkur dæmi um það. Þar gefst einnig tækifæri til að leika með eigin hljóðspor.


Kær kveðja, 
Soffía Karlsdóttir
Kynningarstjóri Listasafna Reykjavíkur 
Sími:590-1200 / 820-1202
soffia.karlsdottir at reykjavik.is
 


   
 Aðgöngumiðinn gildir samdægurs í öll húsin. Frítt inn fyrir yngri en átján ára. Frítt inn á mánudögum.
Hafnarhús: Opið daglega 10-17
Kjarvalsstaðir: Opið daglega 10-17
Asmundasafn: Opið maí - sept 10-16 / okt. - apríl 13-16
Listasafn Reykjavíkur, sími 590-1200, fax 590-1201, listasafn at reykjavik.is
   
 




--------------------------------------------------------------------------------
Kjósir þú að fá ekki fleiri bréf sem þetta frá okkur geturðu afskráð þig hér:
[/afskrá]

-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20050908/4943d35b/attachment.html


More information about the Gandur mailing list