[Vid-stund] Í DAG: Lee Benham í Hátíðasal: Small Countires, Important Innovations. Miðvikudaginn 26. október kl. 12:00-13:30

Bjargey Anna Guðbrandsdóttir bjargey at hi.is
Wed Oct 26 11:19:19 GMT 2011


Small Countries, Important Innovations 

Fyrirlestur á vegum Hagfræðideildar og Viðskiptafræðideildar í tilefni 
sjötugsafmælis Þráins Eggertssonar 
Hátíðasalur Háskóla Íslands, 
Miðvikudaginn 26. október kl. 12:00-13:30 


Í fyrirlestrinum fjallar prófessor Benham um framlag smáþjóða til 
uppfinninga, en framlag Íslands og Íslendinga til uppfinninga er 
hlutfallslega mjög stórt. Uppfinningar eru uppspretta hagvaxtar, og Benham 
veltir fyrir sér þremur spurningum: 
?        Hvers vegna eru rætur uppfinninga ákaflega staðbundnar? 
?        Hvers vegna er ekki meira um uppfinningar þvert og breitt um 
heiminn? 
?        Hvers vegna hafa hagfræðingar vanrækt að kanna þær aðstæður sem 
leggja grunninn að uppfinningum? 

Lee Benham er prófessor emeritus við hagfræðideild Washington University í 
St. Louis og stjórnarmaður og kennari við Ronald Coase Institute. 

Nóbelshafinn Ronald Coase setti á fót stofnunina sem við hann er kennd til 
að þjálfa unga fræðimenn frá þróunarlöndunum í greiningu á skipulagi 
hagkerfa. Lee Benham tók einnig þátt í því með Ronald Coase, Douglass 
North, og Oliver Williamson, þremur Nóbelshöfum, að stofna samtökin 
International Society for New Institutional Economics. Benham hefur 
doktorspróf í hagfræði frá Stanford háskóla og var um árabil prófessor við 
Viðskiptafræðideild Chicago háskóla. Benham hefur fengið ýmsar 
viðurkenningar: Hann er talinn með í Who is Who in Economics: A 
Biographical Dictionary of Major Economists 1700-1986; og hefur fengið 
viðurkenningu Social Science Citation Index fyrir klassíska fræðiritgerð. 
Sérgreinar Benhams eru vinnumarkaðshagfræði, heilsuhagfræði og nýja 
stofnanahagfræðin. 

Ókeypis aðgangur og allir velkomnir.
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/vid-stund/attachments/20111026/9e2ffa2b/attachment-0001.html 
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: not available
Type: image/jpeg
Size: 202785 bytes
Desc: not available
Url : http://listar.hi.is/pipermail/vid-stund/attachments/20111026/9e2ffa2b/attachment-0001.jpe 


More information about the Vid-stund mailing list