[Gandur] Málþing um áhrif byggðasöguritunar útfrá ýmsum sjónarhornum

Laufey Haraldsdóttir - HOL laufey at holar.is
Tue Sep 20 11:33:55 GMT 2022


Kæru þjóðfræðingar,

vek athygli ykkar á málþingi á Hólum þann 30.september n.k.  kl 10-18.
Hvernig geta þjóðfræðingar nýtt sér það mikla gagnasafn sem byggðasögur búa yfir?
Bestu kveðjur, Laufey                                                                                                     
                   


Málþing verður haldið föstudaginn 30. september kl. 10:00 – 18:00 að Hólum í Hjaltadal.
Fjallað verður um ritun byggðasögu frá ýmsum hliðum í tilefni af því að lokið er útgáfu Byggðasögu Skagafjarðar. Hver eru áhrif slíks verks á byggðaþróun, ferðaþjónustu, minjavörslu, ímyndarsköpun og sagnfræði svo eitthvað sé nefnt? Málþingið er í boði Sögufélags Skagfirðinga og Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum.

        Dagskrá:

10:00–10:10 Setning og ávarp Hólmfríðar Sveinsdóttur, rektors Háskólans á Hólum.
Skipulag og ferðaþjónusta
10:10–10:35 „Hér er býli um bæ frá byggð til borgar“. Sigríður Kristjánsdóttir, deildarforseti Skipulags- og hönnunardeildar Landbúnaðarháskóla Íslands.
10:35–11:00 Sínum augum lítur hver á silfrið: Búsetuskilyrði og blæbrigði þeirra í hugum íbúanna sem grundvöllur að mismunandi ímynd byggðarlaga hérlendis. Vífill Karlsson, dósent við Háskólann á Akureyri, prófessor við Háskólann á Bifröst, ráðgjafi hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi.
11:00–11:25 „Úr fórum fortíðar til ferðaþjónustu framtíðar“. Ingibjörg Sigurðardóttir, deildarstjóri Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum.
11:25–11:40 Baslað við búskap: Húsmennska og heimilishald í gamla sveitasamfélaginu. Vilhelm Vilhelmsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra.
H Á D E G I S H L É
Minjavarsla/menningararfur og ímynd
13:00–13:25 Gildi byggðasöguritunar fyrir minjavörsluna. Guðmundur Sigurðsson, minjavörður Norðurlands vestra.
13:25–13:50 Byggðasaga, ofan jarðar og neðan. Guðný Zoëga, lektor við Ferðamáladeild Háskólans á Hólum.
14:15–14:40 Um kristnihald og landnámsjarðir í Dölum, Skagafirði og Eyjafirði. Árni Daníel Júlíusson, rannsóknarsérfræðingur við Háskóla Íslands.
14:40–15:05 „Skiptir ímynd byggða máli?“. Sigríður Þorgrímsdóttir, sérfræðingur á þróunarsviði Byggðastofnunar.
15:05–15:30 Hvers virði er ein Byggðasaga. Unnar Rafn Ingvarsson, fagstjóri á Þjóðskjalasafni Íslands.
M I Ð D A G S K A F F I
Hver eru grunngöngin? Hvernig geymum við þau og hvernig getum við notað þau?
16:00–16:20 Vinnulag við byggðasöguritun. Hjalti Pálsson, ritstjóri Byggðasögu Skagafjarðar.
16:20–16:40 Byggðasaga 2,0. Sólborg Una Pálsdóttir, forstöðumaður Héraðsskjalasafns Skagfirðinga.
16:40–17:00 Byggðarannsóknir – óplægður akur. Anna Guðrún Edvardsdóttir, rannsóknastjóri Háskólans á Hólum.
17:00–17:40 Umræður.
17:40 Ávarp sveitarstjóra, Sigfúsar Inga Sigfússonar.
17:50 Málþingi slitið.

Ath. skráningu á málþingið lýkur 28. september.
Hægt er að skrá sig með því að smella Hérna<https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSe2l54Pt6qNDMdWWrTv_hv9W0YsVTVIQ3RwpmDrK0mCtLwu3Q/viewform?fbclid=IwAR0QZkd6QAwSFVWXA1VHUZNaNKrKVld2wOGhCjxjQRHqlf0bm16KkyampzI>


Laufey Haraldsdóttir
Lektor/Assistant professor
Ferðamáladeild/Department of Rural Tourism
Háskólinn á Hólum/Holar University
Ísland/Iceland
sími/tel: +(354) 455 6300, +(354) 455 6331
http://www.holar.is<http://www.holar.is/>




More information about the Gandur mailing list