[Gandur] Fræðin færð til bókar

Félag þjóðfræðinga á Íslandi felagthjodfraedinga at gmail.com
Tue Sep 20 09:53:52 GMT 2022


Fræðin færð til bókar - Fyrirlestur Særúnar Lísu Birgisdóttur
Miðvikudaginn næstkomandi, 21. September kl. 17 verður Særún Lísa
Birgisdóttir þjóðfræðingur með fyrirlesturinn Fræðin færð til bókar í sal
Reykjavíkur Akademíunnar í Þórunnartúni.
Særún útskrifaðist með meistaragráðu í þjóðfræði árið 2014 en í
lokaverkefni sínu rannsakaði hún birtingarmyndir samkynhneigðra karlmanna
allt frá Íslendingasögunum og fram yfir hernám.
Nú hefur Særún skrifað bók sem hún byggir á rannsóknum sínum sem ber heitið
„Hættiði þessu fikti strákar“. Í fyrirlestrinum skýrir Særún frá efni
bókarinnar, fer yfir þær áskoranir sem fylgja því að skrifa bók og
útgáfuferlið.
Hér má finna söfnun hennar fyrir bókinni á karolinafund:
https://www.karolinafund.com/project/view/4210?fbclid=IwAR3j9W26yYl7jBgGggYzCBggsYqWfOwXq6K_mziwIdARK_bbEVjmHAvb_Lc
Vonumst til að sjá sem flest
-Stjórn Félags þjóðfræðinga á Íslandi


More information about the Gandur mailing list