[Gandur] Letur og langspil: Fyrirlestrar nýútskrifaðra meistaranema í þjóðfræði

Félag þjóðfræðinga á Íslandi felagthjodfraedinga at gmail.com
Mon Oct 17 11:56:37 GMT 2022


Á morgun (þriðjudaginn 18. október) segja tveir nýútskrifaðir meistarar í
þjóðfræði, Eyjólfur Eyjólfsson og Sigrún Sigvaldadóttir, frá
meistaraverkefnum sínum. Fyrirlestrarnir verða í Odda 201 - Háskóla Íslands.
Í fyrirlestri Eyjólfs verður sagt frá meistararannsókninni Hugverk og
handverk : langspilið í upphafi 21. aldar. Empirísk eigindleg rannsókn þar
sem gagnasöfnun og greiningarferli tók mið af greiningaraðferð grundaðrar
kenningar og skynrænni aðferðafræði. Þá verður fjallað um framhaldslíf
rannsóknarinnar – hvernig gamla baðstofuhljóðfærið rataði í hátæknisali Fab
Lab nýsköpunarseturs.

Sigrún Sigvaldadóttir mun segja frá ritgerð sinni „Þú mundir ekki setja
Comic Sans á Kauphöllina“: Skilningur, áhrif og túlkun leturformsins. Í
lokaverkefni sínu skoðaði hún hvaða áhrif mismunandi leturnotkun hefur á
lesendur og hvernig má túlka og skilja ólík tákn- og myndmál leturforma.
Með það að markmiði að rannsaka hvort bókstafir innihaldi frekari frásögn
með formgerð sinni umfram hljóðtáknin sem þeir bera með sér. Verkefnið
byggðist annars vegar á leturtöflu sem gaf ákveðna yfirsýn á leturnotkun í
íslenskum bókum. Hins vegar beindist rannsóknarhlutinn að viðbrögðum og
skilningi viðmælenda á ólíkum leturgerðum.

Hlökkum til að sjá sem flest
-Félag þjóðfræðinga á Íslandi


More information about the Gandur mailing list