[Gandur] Vættatal: Heimsókn FÞÍ í Ásmundarsal

Félag þjóðfræðinga á Íslandi felagthjodfraedinga at gmail.com
Fri Oct 14 12:08:16 GMT 2022


Félag þjóðfræðinga á Íslandi minnir á heimsókn til listamanna á sýninguna
Vættatal í Ásmundarsal kl. 16 í dag, föstudaginn 14. október. Eftir á förum
við á gleðistund á vel völdum bar í nágrenninu.

ATH: Viðburðurinn er í ÁsmundarSAL á Freyjugötu, nálægt Hallgrímskirkju.

Finna má viðburð á facebook síðu FÞÍ, hér: https://fb.me/e/1So3gdjAi

Föstudaginn 14. október kl. 16 ætla listamennirnir Matthías Rúnar og
Ásgrímur Sigurðssynir að taka á móti okkur og segja okkur frá sýningunni
sinni Vættartal þar sem má líta olíumálverk og höggmyndir sem innihalda
ímyndaðar verur og vættir.
Á heimasíður Ásmundarsals segir:
"Á sýningunni verða til sýnis ný olíumálverk og höggmyndir sem
listamennirnir hafa unnið að síðustu misseri. Þó að verkin séu ólík í
útliti og efnistökum þá tengjast þau innbyrðis á þann hátt að í hverju
þeirra kemur fyrir ímynduð vera, eða vættur. Saman mynda verkin því
einskonar vættatal. Sumar verurnar minna á eitthvað kunnuglegt eins og kött
eða letidýr en önnur eru óræð skoffín sem hafa fengið að skríða fram í
rólegheitunum með pensilpoti eða juði fræsitannar"


More information about the Gandur mailing list