[Gandur] Afmæli og ný heimasíða

Félag þjóðfræðinga á Íslandi felagthjodfraedinga at gmail.com
Wed Oct 24 23:20:10 GMT 2018


Nú fer hver að verða síðastur til að skrá sig í afmæli Félags þjóðfræðinga
á Íslandi sem er núna á laugardaginn 27. október kl. 18:00 í Kornhúsinu á
Árbæjarsafni.

Skráning fer fram hér: https://goo.gl/forms/zJZLZ657QWTsDJbp1

Í tilefni afmælisins verður líka opnuð ný heimasíða félagsins og hlökkum
við mikið til að sýna ykkur öllum hana! Þar verður að finna allskonar
upplýsingar, myndir, viðburði, fréttir, viðtöl við þjóðfræðinga og fleira
og mun berast annar póstur og nánari upplýsingar um hana um þegar hún hefur
verið opnuð nú um helgina.

Það verður matur og drykkur á boðstólnum í afmælinu, þjóðfræðikokteilar
(áfengir og óáfengir), bjór og vín. Matseðilinn er að finna neðst í
póstinum.

Þjóðfræðingarnir Þórunn Kjartansdóttir og Gunnar Óli Dagmararson munu sjá
um veislustjórn. Tónlistarmaðurinn Snorri Helgason sem gaf út plötu
innblásna af þjóðsögum mun koma og spila fyrir okkur. Dagrún Ósk Jónsdóttir
núverandi formaður félagsins mun segja nokkur orð sem og Jón Jónsson fyrsti
formaður þess. Þjóðfræðibandið Einbreið brú treður upp, Pétur Húni
Björnsson kveður rímur og Alice Bower flytur uppistand. Þetta verður því
heil mikið fjör.

Miðinn kostar 3500 kr. fyrir meðlimi félagsins og 4500 kr. fyrir aðra.

Við minnum ykkur líka á að kynna ykkur dagskrá Þjóðarspegilsins sem er á
föstudaginn 26. október en þar munu nokkrir þjóðfræðingar greina frá
rannsóknum sínum. Dagskrána má nálgast hér:
http://fel.hi.is/sites/fel.hi.is/files/spegillinn_dagskra_2018_3.pdf

Í afmælinu verða hlaðborð ýmissa rétta:
Aðalréttir:
Satay kjúklingur á spjóti, teriyaki lambaspjót, tígrisrækja með peppadew á
spjóti, hörpuskel með beikonvafinni döðlu, kjötbollur, falafel bollur, kex
með ostasalati, kex með rabbarbara og kúmen sultu, sviðasulta af Ströndum,
rúgbrauð með kæfu, flatbrauð með hangikjöti, flatbrauð með hummus,
rófusalat, grænmetisbakkar, samósa og vorrúllur.

Eftirréttir:
Pönnukökur, kleinur, súkkulaði kaka, döðlugott, ávextir og prins póló.


More information about the Gandur mailing list