[Gandur] Ný heimasíða félagsins

Félag þjóðfræðinga á Íslandi felagthjodfraedinga at gmail.com
Mon Oct 29 11:37:09 GMT 2018


Sæl og blessuð,


Í tilefni 20 ára afmæli félagsins sem haldið var laugardaginn 27. október
hefur verið opnuð ný heimasíða Félags þjóðfræðinga á Íslandi.


Þar má finna upplýsingar um allt mögulegt sem viðkemur þjóðfræði á Íslandi.
Þjóðfræðiefni og tengla á áhugaverðar síður, viðburði, fréttir, viðtöl,
myndir úr þjóðfræðinni og upplýsingar um Félag þjóðfræðinga á Íslandi.


Við viljum einnig þakka gestum fyrir frábært kvöld, gaman að svona margir
skyldu hafa séð sér fært að mæta og fagna með okkur!


Stjórn félagsins tók nokkar myndir í afmælinu og stefnir á að setja þær inn
á facebook síðu félagsins og einnig inn á heimasíðu félagsins. Ef það eru
einhverjir sem vilja síður að myndir af þeim séu birtar á þessum vettvöngum
er best að hafa samband við félagið á emailið felagthjodfraedinga at gmail.com
eða í skilaboðum á facebook síðu félagsins.


Síðan er tilbúin að flestu leiti en við erum enn að breyta og aðallega
bæta, og tökum gjarnan á móti almennum ábendinum og ábendingum um efni og
annað sem vantar á síðuna.


Síðuna má finna á: www.thjodfraedi.is


Með bestu kveðjum,


f.h. FÞÍ

Silja Ósk Þórðardóttir

meðstjórnandi


More information about the Gandur mailing list