[Gandur] Málþing til heiðurs Davíð Erlingssyni

Rósa Þorsteinsdóttir rosat at hi.is
Wed May 10 10:16:17 GMT 2017


Ráðstefna haldin á Leirubakka 19. maí 2017 í tilefni af 80 ára afmæli Davíðs Erlingssonar 

Dagskráin hefst kl. 15.

 

Aðalheiður Guðmundsdóttir: Um grótesk einkenni fornaldarsagna

Ármann Jakobsson: Þá tók af flestum tröllskap er skírðir voru: Galdur og samfélag í fornsögum

Bergljót Soffía Kristjánsdóttir: „meir en herlig plóma“: Um „Kvæði er kallast Sprundahrós“

Hallfríður J. Ragnheiðardóttir: „En er hún fer...“: Hugleiðingar um Brísingamen Freyju

Rósa Þorsteinsdóttir: Þrír blautir: Ormur, marmennill og nykur

Davíð Erlingsson: Heimsmynd Bjarnar Breiðvíkingakappa með inngangi um seið

 

Að dagskrá lokinni verður boðið upp á léttar veitingar.

 

Undir veitingunum og á milli rétta munu Guðrún Ingólfsdóttir og Aðalsteinn Eyþórsson fjalla um þjófavarnarkerfi og stéttabaráttu á 18. öld.

Kvöldverður og gisting er í boði á Leirubakka fyrir áhugasama:   

 

·      þriggja rétta kvöldverður á kr. 4.900

·      kvöldverður og gisting í tveggja manna herbergi á kr. 11.500 á mann

·      kvöldverður og gisting í eins manns herbergi á kr. 15.000

 

Þau sem ætla að gista og/eða borða eru beðin að skrá sig með því að senda Valgerði tölvupóst á vala at leirubakki.is 


More information about the Gandur mailing list