[Gandur] Þorrablót Félags þjóðfræðinga og Þjóðbrókar

Félag þjóðfræðinga á Íslandi felagthjodfraedinga at gmail.com
Wed Feb 3 23:38:59 GMT 2016


Þorrablót Þjóðbrókar og Félags þjóðfræðinga verður haldið 12. febrúar.

Miðasala fer fram í Odda fimmtudag og föstudag milli 12:00 og 15:00 en
fyrir þá sem komast engan veginn til að gleðja þjóðbrækurnar í Odda þá er
hægt að leggja inn á eftirfarandi reikning:
reikningsnr. 0137-26-017956
kt. 451089-1619
og senda staðfestingu á stjornthjodbrok at gmail.com.
Miðaverð fyrir félagsmenn Félags þjóðfræðinga á Íslandi er 5.000


Mikilfenglegur matur, þjóðlegar skreytingar og frábær skemmtiatriði, að
ógleymdu happdrætti!
Staðsetning er sú sama og í fyrra, í sal Flugvirkja í Borgartúni 22. Opnað
verður kl. 18, fordrykkur í boði Þjóðbrókar,brennivín og hákarl í boði
Félags þjóðfæðinga og matur frá Soho. Á staðnum er enginn bar, svo gestum
er frjálst að hafa eigin guðaveigar meðferðis. Flutt verða minni karla og
kvenna, vikivaki, söngur og fleira.

Matseðillinn hljómar svo:
Í forrétt verður dýrindis úrval af þorramat í smáréttastíl, hákarl,
harðfiskur og smjör, súrir hrútspungar og fleira gómsætt.

Í aðalrétt verða annars vegar burbon og salvíu marineraðar kalkúnabringur
með rjóma burbon piparsósu og hins vegar dijon & orange marinerað lambalæri
með Bérnaise! Fyrir grænmetisætur verður aðalrétturinn baunabuff með salsa,
lárperumauki, salati og krydduðum hrísgrjónum.
Meðlæti með þessu er svo Cesar salat, smjörsoðið grænmeti, sveita
kartöfluréttur og kartöflugratín í rjóma hvítlauksostasósu.

Í eftirrétt verður svo einkar girnileg frönsk súkkulaðikaka með salthnetum
og Grand Marnier kremi.

MIÐAVERÐ:
Félagar FÞÍ: 5000
Þjóðbrækur: 6000
Aðrir: 7000

Ps. ef einhverjir í röðum þjóðfræðinema eða þjóðfræðinga eru ólmir í að
stíga á stokk með atriði, endilega hafið samband við Agnesi Jónsdóttur í s:
6616751 eða hér á facebook (admin á eventinu)


More information about the Gandur mailing list