[Gandur] Fyrirlestur á vegum Félags þjóðfræðinga- Sigrún Hanna

Félag þjóðfræðinga á Íslandi felagthjodfraedinga at gmail.com
Tue Feb 2 10:53:03 GMT 2016


Næsti fyrirlestur í mánaðarlegri fyrirlestraröð Félags þjóðfræðinga á
Íslandi er í höndum Sigrúnar Hönnu Þorgrímsdóttur. Fyrirlesturinn er
haldinn í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands.



*Fyrirlesturinn verður haldinn í Safnahúsinu á Hverfisgötu fimmtudaginn 4.
febrúar nk kl. 16.00-17.00.*



Sigrún, sem útskrifaðist með MA próf í þjóðfræði í febrúar á síðasta ári,
flytur hér erindi sem byggir á MA ritgerð hennar: „Heimilið er hægfara
atburður. Þjóðfræðileg greining á stúdentaíbúðum.“



Á stúdentagörðum, sem og annars staðar, býr fólk sér til heimili. Rýmið sem
íbúarnir hafa til afnota er einsleitt en í því verða til margvísleg
heimili, íbúðirnar verða einstakar þegar þær fyllast af lífi og dóti, þegar
fólk fer að athafna sig í þeim og fylla þær merkingu. Búsetan er tímabundin
og henni eru settar ákveðnar skorður sem takmarka að einhverju leyti
íbúana. Í fyrirlestrinum verður greint frá rannsókninni og sjónum
sérstaklega beint að því hvernig íbúar stúdentagarða upplifa heimili sitt
við þessar aðstæður og hvernig þeir athafna sig við sköpun heimilis í rými
sem þeir hafa ekki full yfirráð yfir.



Að fyrirlestri loknum viljum við hvetja gesti til að sameinast með okkur á
vel völdu öldurhúsi þar sem umræður geta haldið áfram. Að þessu sinni
stefnum við á stað þar sem má allt í senn finna „gleðistund“, þægilegt
andrúmsloft og hugsanlega eitthvað matarkyns. Við erum opnar fyrir óskum um
uppáhalds staði en ef engar óskir berast tökum við ákvörðum byggða á eigin
geðþótta.



Við munum því tilkynna það síðar hvaða heppni staður verður þess aðnjótandi
að fá okkur sem gesti.



Hlökkum til að sjá ykkur sem flest á fimmtudaginn í Safnahúsinu á
Hverfisgötu!


More information about the Gandur mailing list