[Gandur] ,,Lítil sköpun þroska nær." Hádegisfyrirlestur 3. mars

Félag þjóðfræðinga á Íslandi felagthjodfraedinga at gmail.com
Sat Feb 27 16:50:25 GMT 2016


Fimmtudaginn 3. mars verður þriðji fyrirlestur þessa árs á vegum Félags
Þjóðfræðinga á Íslandi í samstarfi við Þjóðminjasafnið. Að þessu sinni er
það Arndís Hulda Auðunsdóttir þjóðfræðingur sem kynnir okkur fyrir lífi
Sigurðar Breiðfjörð rímnaskálds. Fyrirlesturinn er byggður á MA ritgerð
Arndísar Huldu, ,,Lítil sköpun þroska nær.": Rannsókn á mansöngvum Sigurðar
Breiðfjörð.

Fyrirlesturinn verður í Safnahúsinu 3. mars klukkan 16:00.

Þótt rímur hafi verið vinsælt rannsóknarefni um árabil hafa mansöngvar
þeirra ekki notið jafn mikillar hylli rannsakanda. Hér var því sjónum beint
sérstaklega að mansöngvunum og hvort í þeim leynist þjóðfræðilegir
gullmolar. Rímnaskáldið Sigurður Breiðfjörð varð fyrir valinu en hann var
eitt afkastamesta rímnaskáld seinni ára. Hann var dáður af flestum
Íslendingum en áfengisdrykkja hans í bland við takmarkaða virðingu fyrir
yfirvaldi kom honum oft í vanda um ævina. Í fyrirlestrinum verður rætt um
hvernig Sigurður tjáir sig um sitt eigið líf og líðan í mansöngvunum og
hvernig hann slítur sig frá aldagamalli hefð.


More information about the Gandur mailing list