[Gandur] Leiðsögn um Hólavallagarð 23. jan. kl. 16:00 - 17: 30

Kristín Einarsdóttir kriste at hi.is
Mon Jan 20 11:12:15 GMT 2014


 Þann 23. janúar kl. 16:00 - 17:30 munu Sólveig Ólafsdóttir og Heimir
Janusarson leiðsegja gestum um Hólavallagarð. Í leiðsögninni velta
Sólveig og Heimir því fyrir sér hvað verði um Hólavallagarð, gamla
kirkjugarðinn
við Suðurgötuna í Reykjavík en um þessar mundir eru 175 ár frá því að
fyrsta gröfin var tekin í garðinum. Það gera þau meðal annars með því að
grafast fyrir um sérstöðu garðsins og einkennum í fortíð, nútíð og framtíð
ásamt því að setja hann í vítt og breytt menningarsögulegt samhengi.

Heimir Janusarson er skrúðgarðyrkjumaður og umsjónarmaður Hólavallagarðs
Sólveig Ólafsdóttir er sagnfræðingur og framkvæmdastjóri
ReykjavíkurAkademíunnar.

Allir velkomnir og kostar ekkert. F. h. Félags þjóðfræðinga á Íslandi
Kristín Einarsdóttir kriste at hi.is s. 6983105



More information about the Gandur mailing list