[Gandur] Óborganlegan skemmtun á sunnudaginn - Laus sæti

Gisli Sigurdsson gislisi at hi.is
Tue Nov 12 14:53:14 GMT 2013


> Sögusamkoma í Hannesarholti
> View this email in your browser
> 
> 
> Arfleifðin í nýju ljósi
> Sögusamkoma í Hannesarholti, sunnudaginn 17. nóvember
>  
> Í tilefni af útkomu bókanna Ástarsaga Íslendinga að fornu eftir Gunnar Karlsson og Leiftur á horfinni öld eftir Gísla Sigurðsson efnir Forlagið til sögusamkomu í Hannesarholti, sunnudaginn 17. nóvember kl. 15. Aðgangur ókeypis, allir velkomnir.
>  
> Bækur þessar varpa báðar nýju og óvæntu ljósi á sagnaarf okkar Íslendinga. Höfundar munu greina stuttlega frá verkum sínum og rannsóknum en Vilborg Davíðsdóttir, rithöfundur og þjóðfræðingur, mun síðan stýra óformlegum umræðum.
> 
> Bók Gunnars Karlssonar beinir sjónum lesenda að sögu tilfinninganna og fjallar á lifandi og aðgengilegan hátt um ástir Íslendinga á tímabilinu 870–1300. Þar er til að mynda fjallað um rétt landsmanna til að elska, leiðir í makavali, skilnaði og frillulíf. Gunnar leitar víða fanga, í forn kvæði, lögbækur, Íslendingasögur, Sturlungu, biskupasögur og fleiri rit og kemst að því að ástin réð furðumiklu í lífi forfeðra okkar.
> 
> Í Leiftri á horfinni öld rýnir Gísli Sigurðsson í hvað merkilegt sé við íslenskar fornbókmenntir og bendir á að þær séu frumbyggjabókmenntir, skráðar af frumbyggjunum sjálfum um landnám fólks í nýju landi – eftir leifturhugmynd Snorra Sturlusonar um hvernig rittæknin gæti miðlað hinum hefðbundnu munnlegu fræðum. Þær fangi lífs- og heimssýn fólks sem túlkaði veröldina með goðsögum og náði tökum á umhverfi sínu með því að þekja það minningum og örnefnum – innblásið af sagnaranda gelískra þjóða á Bretlandseyjum.
> 
> 
> http://www.hannesarholt.is/vidburdur/sagnaarfur-i-nyju-ljosi/
> 
> Nánari upplýsingar veitir Kristrún Heiða hjá Forlaginu, kristrun at forlagid.is.
>  
> 
> Copyright © 2013 Forlagið ehf, All rights reserved.
>  
> 
> 
> 
> 
> 
> 
> This email was sent to kristrun at forlagid.is 
> why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences 
> Forlagið ehf · Bræðraborgarstíg 7 · Reykjavik 101 · Iceland 
> 
> 
> 



More information about the Gandur mailing list