[Gandur] Hexið hamið á morgun kl. 12 í Þjóðminjasafni nu

Kristín Einarsdóttir kriste at hi.is
Tue Nov 12 16:33:59 GMT 2013


Fyrirlestur Ólafs Rastrick í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns - miðvikudaginn
13. nóv. kl. 12. Allir velkomnir.

Hexið hamið: Menningarlegar líkamserfðir og stýring sjálfsstjórnar

Í erindinu er fjallað um snertifleti sögu, menningar og líkama eins og þeir
birtast í umræðum um þjóðlegt líkamlegt útlit, einkum kvenna, á árunum milli
stríða. Tekin eru dæmi um skoðanaskipti á opinberum vettvangi, einkum karla,
um í hverju slíkt útlit fælist helst og af hverju íslenskum konum bæri
skylda til að varðveita það og rækta. Sérstaklega verður vikið að skrifum
Guðmundar Finnbogasonar sálfræðings en hann lét sig útlit kvenna miklu varða
og nýtti þekkingu sína og kenningar í sálfræði og menningarsögu til að
styðja mál sitt. Þá verður hugað að hlutverki orðræðunnar um menningarlegar
líkamserfðir í að skilyrða líkamlegan tjáningarforða kvenna.



More information about the Gandur mailing list