[Gandur] Hádegisfyrirlestur 4.apríl næstkomandi

Eva Þórdís Ebenezersdóttir ethe3 at hi.is
Fri Mar 22 10:42:40 GMT 2013


Sæl verið þið 

 Næsti hádegisfyrirlestur FÞÍ verður 4. apríl og að venju í sal þjóðminjasafnsins, við hefjum leik kl. rúmlega 12:00 og ljúkum rétt fyrir kl. 13:00

Í þetta sinn mun Helga Dís Björgúlfsdóttir kynna fyrir okkur nýja meistararitgerð sína í blaða- og fréttamennsku en Helga Dís lauk BA prófi í þjóðfræði 2009. 

Erindi hennar er eftirfarandi:

Net-Riddarar réttlætisins: Félagslegt réttlæti í netheimum.

Félagslegt réttlæti (social justice) er fyrirbæri sem hefur átt endurvakningu daga á samfélagsmiðlinum Tumblr á síðustu mánuðum. Fólk hefur hópað sig saman til að mótmæla óréttlæti heimsins og á sama tíma vekja athygli á minnihlutahópum og réttindabaráttum þeirra. Sumum finnst þeir þó ganga of langt í sínum skilgreiningum og mótmælum.

Hvað er þetta félagslega réttlæti? Hverjir eru þeir sem eru að berjast fyrir réttlætinu, hverjir eru minnihlutahóparnir og er þetta að virka?

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.


More information about the Gandur mailing list