[Gandur] Miðlun minninganna

Rósa rosat at hi.is
Tue Jan 24 09:54:15 GMT 2012


Ágæti viðtakandi
Miðstöð munnlegrar sögu býður þér á málþing í tilefni af 5 ára starfsafmæli sínu laugardaginn 28. janúar kl. 13:30-17:00. Málþingið er haldið í fyrirlestrasal á 2. hæð Þjóðarbókhlöðu þar sem verður fjölbreytt dagskrá og í lokin er boðið upp á léttar veitingar.  Dagskráin er hér að neðan og í viðhengi.
 
Með kærri kveðju,
Guðmundur Jónsson
formaður stjórnar Miðstöðvar munnlegrar sögu
 
 
 
MIÐLUN MINNINGANNA

Málþing í tilefni af 5 ára afmæli Miðstöðvar munnlegrar sögu
  laugardaginn 28. janúar 2012 kl. 13:30-17:00
Þjóðarbókhlöðu, fyrirlestrasal á 2. hæð
 

 

Á málþinginu verður fjallað um mismunandi leiðir sem íslenskir fræðimenn, einkum í sagnfræði og þjóðfræði, hafa tileinkað sér á sviði munnlegrar sögu. Rætt verður um úrvinnslu efnisins en megináherslan er þó á miðlun, þar sem kennslustofan, prentmiðlar, hljóðvarp, sjónvarp, Netið, vídeómyndir o.s.frv. bjóða upp á ólíkar og spennandi leiði.

Dagskrá

13:30-13:40 Setning
13:40-13:50 Guðmundur Jónsson sagnfræðingur: Miðstöð munnlegrar sögu á tímamótum
13:50-14:10 Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur: Síldarævintýri, þorskastríð, stjórnarmyndanir, efnahagshrun og fleira. Sjónarvottar segja sagnfræðingi sögur og hvaða gagn er í því?
14:10-14:30 Þórunn Erlu- Valdimarsdóttir sagnfræðingur: Sex á ferðalagi: Snorri, Matti, Einar, Sigrún, Megas og Kobbi
14:30-14:50 Birna Björnsdóttir sagnfræðingur: Munnleg saga – áhugaverð leið til að læra sögu
14:50-15:10 Magnús Sveinn Helgason sagnfræðingur: Reynslan af söfnun kreppusagna
Kaffihlé

15:30-15:50 Kristinn Schram þjóðfræðingur: Frásagnasafnið á Ströndum og Seyðisfirði
15:50-16:10 Sæbjörg Freyja Gísladóttir þjóðfræðingur: „Íslenskar konur eru alltaf með heimþrá.” Egilsstaðir – Skagafjörður: Ólík svæðisvitund
16:10-16:30 Margrét Sveinbjörnsdóttir menningarmiðlari: Í upphafi skyldi endinn skoða. Munnlegum heimildum miðlað í útvarpi
16:30-16:50 Kristín Einarsdóttir þjóðfræðingur: Drykkjuleikir, draugasögur, fyrsti apríl og facebook. Um útvarpsþáttagerð þjóðfræðinema
Fundarstjóri: Arnþór Gunnarsson, verkefnisstjóri Miðstöðvar munnlegrar sögu

Að dagskrá lokinni er boðið upp á léttar veitingar

 


More information about the Gandur mailing list