[Gandur] Hádegisfyrirlestur næsta fimmtudag

Eva Þórdís Ebenezersdóttir ethe3 at hi.is
Sun Jan 29 14:46:20 GMT 2012


kæru þjóðfræðingar nær og fjær

 Næsta fimmtudag mun Vilborg Davíðsdóttir kynna fyrir okkur MA rannsókn
sína sem hún lauk síðasta haust.

„An Dat´s de Peerie Story.“ Rannsókn og túlkun á sögnum tveggja Hjaltlendinga

 Erindið er í fyrirlestarsal Þjóðminjasfns Íslands fimmtdaginn 2.febrúar
kl. 12:10-13:00

Sem fyrr er fyrirlesturinn í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands og öllum
opinn og að kostnaðar lausu.


Útdráttur:
Í þessari 60 eininga meistarprófsritgerð eru sagnasjóðir Brucie Henderson
(1891-1977) og Toms Tulloch (1914-1982) frá Yell á Hjaltlandi teknir til
rannsóknar og túlkunar. Leitast er við að svara því hvaða upplýsingar megi
þannig fá um heimsmynd þeirra og samfélagsins. Sjónum er beint að
lífshlaupi þeirra og samfélagslegum aðstæðum og áhrifum þessarra þátta á
sagnaflutning þeirra og sköpun. Til grundvallar liggja hljóðritanir á afar
stórum sagnasjóðum beggja, gerðar af þjóðfræðideild Edinborgarháskóla, BBC
og Shetland Archives frá 1954 til 1982. Töflur yfir þær og sagnir 38
annarra Hjaltlendinga eru í viðaukum. Þættar voru saman aðferðir
vettvangsrannsókna í þjóðfræði, sviðslistastefnu og sagnfræði til að
endurskapa samhengi sagnanna og öðlast dýpri skilning á merkingu þeirra
fyrir hefðarþátttakendum. Í fyrri hluta er farið yfir helstu stefnur og
strauma í þjóðsagnafræði, rannsóknasögu og heimildir um hjaltlenskar
sagnir. Í seinni hluta er fjallað um lífshætti á Hjaltlandi á 19. öld og
sagnasjóðir Henderson og Tulloch, flutningsmáti og frásagnarbrögð greind í
töflum og texta og einstakar sagnir túlkaðar. Í ljós kom að í sagnahefð
Hjaltlands mætast minni bæði af norrænum rótum, skoskum og írskum. Um
tveir þriðju hljóðritaðra sagna eru trúarsagnir, þ.e. efni þeirra snýr að
yfirnáttúrulegum vættum og öflum. Um þriðjungur fjallar um veraldleg efni,
einkum slæma framkomu landeigenda við leiguliða, kröpp kjör og sjóslys. Þá
kom fram að sagnamennirnir tveir voru mjög ólíkir, jafnt varðandi
efnisval, frásagnarstíl og markmið með flutningnum. Rannsóknin rennir
frekari stoðum undir þá kenningu að í sögnum kljáist fólk við ótta sinn og
þrár og færi lífsviðhorf sín í frásagnarbúning. Í sögnum Henderson og
Tulloch eru tekin til umræðu öll helstu viðfangsefni og vandamál
samfélagsins á Yell á þeim tímum sem þær spretta af. Þær eru í senn
spegill samfélagsins og sköpun flytjandans og bera einkenni myndar hans af
heiminum og sjálfum sér.


Upplýsngar eru einnig á snjáldurskinnu
https://www.facebook.com/events/181763395257141/

með kveðju og von um að sjá sem flesta
FÞÍ





More information about the Gandur mailing list