[Gandur] Keltnesk menning á Kjalarnesi

Hrefna Sigríður Bjartmarsdóttir hsb3 at hi.is
Fri Mar 25 14:19:32 GMT 2011


Sögufélagið Steini á Kjalarnesi kynnir:

Keltnesk síðdegissögustund verður haldin í Fólkvangi á Kjalarnesi(grátt
hús við hliðina á Kleébergsskóla)laugardaginn 26.mars kl. 16:00-18:00

Svavar Sigmundsson, fyrrum forstöðumaður Örnefnastofnunar Íslands og
fyrrum rannsóknarprófessor og stofustjóri Nafnfræðisviðs Árnastofnunar,
heldur erindið: " Keltnesk örnefni á Kjalarnesi?"
Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor og stofustjóri Þjóðfræðisviðs
Árnastofnunar, fjallar um: "Írskar fornsögur um fólk á Kjalarnesi."

Gwendolin N. Corday danskennari kynnir Skoskan dans.

Kaffi og kökur – Aðgangseyrir 1.000 kr fyrir fullorðna.



Kær kveðja og verið velkomin! Hrefna Sigríður Bjartmarsdóttir :)



More information about the Gandur mailing list